Heim Veitinga- og kaffihús

Veitinga- og kaffihús

Kringlutorg – Street food af bestu gerð

Það er komið þrælskemmtilegt „street food“ svæði í Kringlunni, svokallað KRINGLUTORG, hægra megin við Stjörnutorg þegar maður fer upp rúllustigann. Þarna eru nokkrir staðir, Fjárhúsið, Tokyo Sushi, KORE, Halab Kebab og JÖMM. Það getur verið...

Matarborgin Prag

Matarborgin Prag. Eitt af því skemmtilegasta sem ég veit er að prófa nýja rétti og bragða fjölbreyttan mat í ólíkum löndum. Eftir ævintýralega skemmtilega ferð til Búdapest vorum við beðnir af Heimsferðum að fara í nokkrar borgarferðir og leggja áherslu á það besta í mat sem hver borg hefur uppá að bjóða.

Tékkar eru meðal annars frægir fyrir bjór, við gerðum hins vegar tékkneskum mat skil og nutum frá morgni til kvölds.  Nútímafólk fylgist með hinum ýmsum síðum á netinu þar sem gestir skrá athugasemdir sínar og gefa veitingastöðum og kaffihúsum stjörnur, einkunnir eða umsagnir. Þetta er góð aðferð því daglega breytast einkunnir og annað eftir því sem fleiri skrifa færslur.

Rústik í Hafnarstræti

Rústik í Hafnarstræti er góður kostur í hádeginu. Staðurinn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, svolítið gróft yfirbragð með upprunalegum bitum með stórum bilum. Samt sem áður eru innréttingar notalegar. Uppi er líka salur og annar minni, með 12-14 manna borði, upplagður fyrir fundi eða smærri hópa. Á Rústik er fjölbreyttur og góður matur og víst að allir finna þar eitthvað við sitt hæfi

Frumleg Pavlova

Frumleg Pavlova Á veitingastaðnum Albárdos í Szeged í Ungverjalandi, nokkuð fyrir sunnan Búdapest, fengum við nýstárlega útgáfu af Pavlovu. Ferskum jarðarberjum var blandað saman við mascarpone, þessi blanda var sett á disk og ofan á...

Kókoskarrýsúpa – besta súpa á Íslandi

Kókos karrý súpa Með mikilli ánægju deili ég því með ykkur að besta súpa á Ísland fæst á Pure deli. Það var auðsótt að fá uppskriftina frá Jóni listakokki. Fyrst er útbúin grunnsúpa síðan bætt...
Hótel Glymur, Hvalfjörður, Margrét Rósa, Magga Rósa

Hótel Glymur í Hvalfirði

Hótel Glymur í Hvalfirði Það tekur ekki nema klukkutíma að keyra á Hótel Glym úr borginni - í algjöra kyrrð, sveitasælu og þægindi. Margrét Rósa hótelstjóri þar gerir það ekki endasleppt. Hún stóð vaktina í...

Sólon í Bankastæti – stórfínn matur á fallegum stað á besta stað

Sólon í Bankastæti - stórfínn matur á fallegum stað og á besta stað. Það er ekki tilviljun að Sólon hefur öðlast fastan sess í veitingahúsaflóru borgarinnar. Í fyrsta lagi er staðsetningin ein sú besta, húsakynnin virðuleg með glæsilegum gluggum og lofti, innréttingarnar smekklegar og fallegar, ekkert yfirdrifið, bara nýtískulegt og smekklegt. Á stóra veggnum hangir Torfan, listaverk eftir Elísabetu Ásberg sem setur töff svip á staðinn.
Segja má að þetta sé millistaður, maturinn á viðráðanlegu verði, léttur en fallega framborinn og ljúffengur, engin „sýnishorn“. Sætin eru þægileg og jafngott að líta inn í hádegi eða að kvöldlagi. Hvarvetna sést út í iðandi mannlífið, sem fylgir okkar góðu erlendu gestum.

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í öruggum höndum Marentzu Poulsen

Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum. Við fórum í dag og heimsóttum Marentzu Paulsen sem er heldur betur búin að blása lífi í Kjarvalsstaði. Þarna var setið við hvert einasta borð allan tímann sem við dvöldum á staðnum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar og allar til góðs. Nokkrar breytingar til viðbótar eru á teikniborðinu að sögn Marentzu sem ætlar í vetur að bjóða upp á síðdegiste að enskum sið, Afternoon Tea, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Já látið ykkur hlakka til.

Apótekið restaurant – jólamatseðill á aðventu

Apótekið – jólamatseðill á aðventu

Apótekið restaurant – jólamatseðill á aðventu. Nú virðast gömlu jólahlaðborðin vera að renna sitt skeið og veitingahús hafa útbúið matseðla þar sem réttirnir eru bornir á borðið. Við brugðum okkur á Apótekið í slíka hádegisveislu og urðum ekki sviknir.

Éta í Vestmannaeyjum #Ísland

ÉTA er nýr staður í Vestmannaeyjum með úrvals borgurum og kjúklingavængjum. Sumum finnst ekkert spes að tala um að fólk éti, en þegar nánar er gáð er þetta sama orðið og eat á ensku...

Matarborgin Búdapest – framhald

BÚDAPEST. Það segir þó nokkuð um borg/land ef maður fer þangað tvisvar á sama árinu. Sléttum sex mánuðum eftir að við fórum til Búdapest var haldið aftur þangað á vegum Heimsferða. Að þessu sinni fórum við Bergþór með hóp út að borða og annan í matargönguferð um miðborgina. Ótrúlega fjölbreytt matarborg sem kemur endalaust á óvart.

Beituskúrinn í Neskaupstað – PopUp í sumar

Í sumar verður í Beitiskúrnum í Neskaupstað vikulegt Popup eldhús í sumar. Núna er þar Suður-Afrískt þema. Það þarf ekkert að orðlengja það að maturinn er ólýsanlega góður. Því miður gleymdi ég að taka...