Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskan góðan fisk. Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim út fiskbúðinn með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.
Pasta með pecorino og pipar - Cacio e pepe. Einfaldur og ótrúlega góður pastaréttur. Munið bara að sjóða pastað ekki í mauk. Ef ekki ert til Pecorino ostur má nota Parmesan