Eplaterta með valhnetum

Eplaterta með valhnetum valhnetur eplakaka kaffimeðælti
Eplaterta með valhnetum

Eplaterta með valhnetum

Okkur var boðið í morgunkaffi og fengum þar meðal annars eplatertu. Gaman að segja frá því að uppskriftin var fengin af þessari síðu en breytt þannig að í staðinn fyrir furuhnetur var valhnetum dreift yfir deigið fyrir bakstur. Mæli með þessu.

EPLATERTURBAKSTUREPLIKAFFIMEÐLÆTI

.

Eplaterta með valhnetum

250 g smjör
250 g sykur
3 egg
þeytið vel saman

250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
200 g valhnetur, saxaðar
1/2 tsk salt
blandað saman við

4 græn epli flysjuð og skorin í þunnar sneiðar
1 dl. furuhnetur

1/2 af deiginu settur í 24 cm form
raðið tveimur niðurskornum eplum ofan á og 1 1/2 tsk kanil ofan á.
Endurtekið, deig, epli kanill. Stráið furuhnetum yfir og bakið í 40-50 mín við 200°C

Eplaterta með valhnetum
Eplaterta með valhnetum

EPLATERTURBAKSTUREPLIKAFFIMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skálað eftir skemmtilegan vetur með Betu næringarfræðingi

Frá því í haust hef ég hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing reglulega. Hún hefur skoðað mataræði mitt og saman gerðum við ýmsar matartengdar tilraunir með góðum árangri. Matardagbókin var byrjunin, síðan birtist hér samantekt. Það leið ekki á löngu þangað til við vorum fengin til að halda fyrirlestra og segja frá. Eftir marga fyrirlestra um allt land þá var sá síðasti í vetur í Reykjavík í kvöld. Njótum sumarsins, grillum, borðum meira grænmeti og njótum lífsins. Takk fyrir okkur og við sjáumst hress í fyrirlestrum næsta vetur.

Vínberjaterta með pistasíum – óskaplega bragðgóð terta

Vinberjaterta

Vínberjaterta með pistasíum. Ó! það er svo gaman að baka. Baka, baka, baka :) Kannski ekki mjög algengt að hafa vínber, pistasíur og marsipan í einni og sömu tertunni. Amk var ég aðeins tvístígandi hvort ég ætti að prófa, en ég sé ekki eftir því. Óskaplega góð bragðgóð terta og eiginlega betri daginn eftir.