Brownies

Brownies á páskum páskar páskatertur albert eldar
Brownies – seigar í miðjunni og svolítið stökkar á yfirborðinu eru þær ómótstæðilegar þegar mikið stendur til. Og þær klárast! 

Brownies

Brownies eru svo amerískar að það er eiginlega ekki hægt að þýða nafnið, viltu brúnkur heillin? Seigar í miðjunni og svolítið stökkar á yfirborðinu eru þær ómótstæðilegar þegar mikið stendur til. Og þær klárast! Ef ekki, laumast maður, eins og Nigella, seint að kvöldi í ísskápinn, stynur um leið og maður bítur í eina freistandi brownie og fær sér íííískalda mjólk með. Þetta má ALLS ekki verða daglegt brauð, hér er ekki um hollustufæði að ræða! En hvað væri lífið án þess að syndga pínulítið einu sinni á ári?

Brownies

70 g 70% súkkulaði

100 g 56% súkkulaði

150 g smjör

200 g sykur

2 tsk vanilludropar

3 stór egg

100 g hveiti

1/2 tsk lyftiduft

Ef vill: 100 g þurr-ristaðar heslihnetur eða aðrar hnetur.

Hitið ofninn í 160°C.
Setjið bökunarpappír í 20×20 cm form.
Bræðið súkkulaði og smjör saman.
Hellið í hrærivélarskálina og þeytið sykur og vanillu saman við. Þeytið eggin út í, eitt í einu. Þeytið áfram þar til deigið er mjúkt og glansandi.
Sigtið hveiti og lyftiduft út í deigið og hrærið stuttlega saman við á lægsta hraða.
Blandið hnetum saman við með skeið.
Hellið í formið; bakið þar til tannstöngull kemur út með rökum bitum í miðju, hann á ekki að vera þurr, 35-40 mínútur.
Kælið vel á grind. Skerið í ferninga.
Gerir 12-16 brownies.

 
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mannasiðir eru inni – tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn

Mannasiðir eru inni - tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn. Mannasiðir eru inni í dag. Fólk þarf að kunna sig, geta heilsað þegar það kemur inn í búð, haldið sómasamlega á hnífi og gaffli, kynnt sig í síma og verið það skýrmælt að aðrir skilji hvað það er að segja. Þar með eru leifarnar af sextíuogátta-kynslóðinni gufaðar upp; Þessari kynslóð sem vildi lykta af sjálfsætði og tuða eitthvað ofan í bringuna á sér.

Frönsk laukbaka, tarte à l’oignon frá Parísardömunni

Frönsk laukbaka, tarte à l’oignon Kristín Jónsdóttir Parísardama tók vel í að vera gestabloggari. Hún bauð nokkrum Íslendingum í lautarferð í Parc des Buttes-Chaumont garðinn í París. Þetta var eins konar Pálínuboð því flestir komu með góðgæti með sér

Avókadó hrákaka – „Vá, þvílíka kakan!!”

Avókadó hrákaka - „Vá, þvílíka kakan!!". Seint hætti ég að dásama hrátertur. Þær eru ekki bara hollar heldur líka ljúffengar. Svo er avókadó fullt af góðum fitum. Þessa fallegu ljósgrænu hollustutertu fór vinkona mín með í vinnuna og einn vinnufélagi hennar sagði „Vá, þvílíka kakan!!"

Bökuð hindberjaostakaka – næstum því hættulega góð

Bökuð hindberjaostakaka. Bergdís Ýr er afar flink bakstri og öðru matarstússi eins og hún á kyn til. Gráfíkjukaka og terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi útbjó Bergdís eftir uppskriftum ömmu sinnar. Hún bakaði hindberjaostaköku og kom með í árlegt vinkvennakaffi. Stórfín terta sem var borðuð upp til agna.