Rækjufrauð

Rækjufrauð ferming fermingarveisla fiskur rækjuréttur laufey Birna
Rækjufrauð

Rækjufrauð

Fermingarveislur eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Sumir eru uppteknir af því að hafa sem flestar tegundir og telja með því að veislan verði glæsilegri. Öllu ánægjulegra er að smakka fáar tegundir og góðar. Oft gengur fólki illa að áætla magn fyrir hvern gest, hver kannast t.d. ekki við að hafa séð á Facebókinni að afgangarnir hafi verið svo miklir að auðvelt væri að slá upp annarri veislu.  Í minni fjölskyldu hefur skapast sú hefð (ekki bara þegar eru fermingar) að sá sem heldur veisluna deilir út verkefnum og fær ættingja og vini til að baka eða útbúa einn rétt. Í fermingu Laufeyjar á dögunum var okkur falið að búa til rækjufrauð, sem borið var fram með hunangssósu sem annar gerði. Tók ekki eftir því fyrr en allt var búið að rjóminn átti að vera þeyttur, breytir sennilega ekki öllu.

Rækjufrauð

300 g rækjur

2 búnt steinselja

½ líter rjómi – þeyttur

3 dl mæjónes

Safi úr ½ sítrónu

1 tsk Provence  krydd (Herbes de Provence)

½ dl vatn (alls ekki meira)

5-6 matarlímsblöð

Matarlímsblöð leyst upp í vatni og sítrónusafa – kælt.

Rækjur og steinselja sett í matvinnsluvél, mæjónesi og kryddi bætt út í.

Rjóma bætt varlega út í,  svo matarlími. Setjið í aflöng bökunarform og kælið.

Þetta er fyrir ca . 10-12.

Sósa

1 dós sýrður rjómi
1 dl. léttþeyttur rjómi
150 g mæjónes
2 tsk hunang
safi úr 1 sítrónu
smá hvítvín (má sleppa)
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hátíðlegur chiabúðingur

Chiagrautur

Hátíðlegur chiabúðingur. Það er auðvelt að útbúa chiagraut og líka möndlumjólk. Þessi bragðgóði chiabúðingur er léttur og hollur. Chiafræ eru kalk-, trefja- og prótínrík, auk þess innihalda þau omega 3 og 6.

Sérvéttumenning á mjög lágu stigi

Guðrún Á. Símonar vissi hvað hún söng, henni er ekki skemmt eins og sjá má í meðfylgjandi grein sem hún fékk birta í Morgunblaðinu í janúar 1968. „Því miður er sérvéttumenning á mjög lágu stigi hérna." Á hálfri öld hefur fjölmargt breyst bæði hvað varðar munnþurkur og borðsiði

Omnom – íslensk súkkulaðigerð og súkkulaðiskóli

Omnom

Omnom - íslensk súkkulaðigerð og súkkulaðiskóli Það er vinsælt að fara í súkkulaðikynningu í Omnom. Það er áhugavert fyrir súkkulaðinörda og líka venjulegt fólk. Þar er lögð svo mikil alúð í framleiðsluna að líkja má því við nostur afburða rauðvínsframleiðenda