Auglýsing
Sveskju- og döðluterta ein sú allra besta Döðlukaka Döðlur Hráterta, raw, terta, kaka, óbökuð, kaffimeðlæti sigga alberts sigríður albertsdóttir
Sveskju- og döðluterta – ein sú allra besta

Sveskju- og döðluterta

Þegar gesti ber að garði með stuttum fyrirvara er upplagt að útbúa hrátertu. Munið bara að tala ekki of hátt um að þetta sé hráfæði því fólk gæti hrokkið í baklás – það á samt ekki við um Siggu okkar sem kom hér við á dögunum. Þessi terta er afar ljúffeng og auðvelt að búa hana til, tekur innan við tíu mínútur.

– Einu sinni þegar ég útbjó þessa tertu var ekki til banani, þá setti ég eina ferska peru og 1/2 b af frosnum jarðarberjum. Ef eitthvað þá batnar tertan við það 🙂

HRÁTERTUR — BANANARSVESKJUREFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

.

Súkkulaðinu hellt yfir tertuna

Sveskju- og döðluterta

2 dl döðlur (leggið í bleyti ef þarf)
2 dl  sveskjur
2 dl valhnetur
1 banani
2 dl kókosmjöl
safi úr 1/3 sítrónu
1/2 tsk vanillu extract – eða 1 tsk vanillusykur
1/3 tsk salt
2 msk kókosolía – fljótandi
1 msk góð matarolía
1 msk vatn

Saxið frekar smátt döðlur, sveskjur, valhnetur og banana og setjið í skál. Bætið út í kókosmjöli sítrónusafa, vanillu og salti. Blandið saman kókosolíu, matarolíu og vatni og setjið út í og hrærið vel saman. Látið í form, þjappið vel og kælið

 krem

150 g gott dökkt súkkulaði
1 msk góð matarolía

Bræðið saman við lágan hita og hellið yfir kökuna.

Best finnst mér að setja kringlótt form beint á tertudisk, „deigið” ofan í og kremið á. Síðan er hún látin standa í nokkrar klukkustundir í ísskáp eða yfir nótt. Þá er heitum hníf rennt meðfram kökunni, formið tekið utan og voilà – dásamleg terta tilbúin

Bergþór, Sigga Alberts
Bergþór og Sigga Alberts

HRÁTERTUR — BANANARSVESKJUREFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

— SVESKJU- OG DÖÐLUTERTA. EIN SÚ ALLRA BESTA —

Auglýsing

15 athugasemdir

  • Sæll
   Þessi kaka er yndislega góð. Fékk hana á miðvikudaginn var í bókaklúbb og naut hennar yfir Önnu Kareninu. Gerði hana svo sjálf tveimur dögum seinna, því mig langaði í meira…

 1. Frábært Kastljós með ykkur í kvöld og áhugaverðar uppskriftir en við finnum ekki Uppskriftina af Döðlutertunni. Væri indælt að fá sent.
  B.k. PTJ.

 2. Sæll, ætli sé hægt að sleppa sveskjunum og setja fíkjur í staðinn, líst alveg svakalega vel á þessa 🙂

 3. Sæll. Mig langar svo að gera þessa köku en var að spá í einu..er hún unnin í matvinnsluvél eða þjappar þú bara hráefnunum saman í höndum þangað til hún klístrast vel saman?

   • Takk fyrir þetta, kakan er æðisleg! Sérstaklega gott að hafa banana og ferska keiminn af sítrónusafanum..svo skemmir ekki að það sé enginn viðbættur sykur 🙂

 4. Sæll. Fljótandi kókosolia, er það bara það sama og lin kókosolia sem er í krukkunum?

 5. Sæll, þar sem ég er ekki hrifin af kókos, get ég notað eitthvað annað í staðinn??
  Kv.

Comments are closed.