Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa, hrökkkex fræ, spelt, hollusta, sólrún björnsdóttir heiði hrökkkex kex frækex
Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa

Heimabakað hrökkbrauð er gott með ostum, með salati, sem snakk milli mála og með súpu. Sólrún bauð okkur í kaffi og hafði bakað þetta hrökkbrauð sem er afar ljúffengt.

Þar sem mannslíkaminn er ekki alveg fullkominn er æskilegt að mala hörfræin áður en þau eru sett út í soppuna. Þannig nýtast þau líkamanum betur. Hörfræin sjálf innihalda lignan sem talið er að verndi líkamann gegn sumum tegunda krabbameina. Þau innihalda einnig omega 6 og omega 9 fitusýrur, b vítamín, kalíum, lesiþín, magnesíum, prótein, sink og fullt af trefjum sem nauðsynleg eru fyrir meltinguna.

Gott er að strá Maldon salti yfir þegar búið að að fletja út nú eða gera eins og Guðrún og bæta kúmeni í fræblönduna (veit ekki hver Guðrún er en þetta stóð svona í uppskriftinni sem ég fékk hjá Sólrúnu)

.

SÓLRÚNHRÖKKKEX

.

Hrökkbrauðið hrjúfa

1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl mulin hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl gróft haframjöl
3 1/2 dl spelt
1 1/4 dl olía
2 dl vatn
2 tsk salt

Blandið öllu saman í skál og hrærið þar til deigið er vel blandað (linur massi). Setjið bökunarpappír á ofnplötu og helminginn af deiginu á pappírinn, setjið bökunarpappír yfir deigið og fletjið út með kökukefli.

Helmingurinn af deiginu passar ca á eina plötu. Gerið það sama við hinn helminginn af deiginu. Skerið deigið í þá stærð sem þið viljið hafa kökurnar í áður en bakað er – t.d. 5×5 cm.

Bakið í 10-15 mín við 200°C eða þar til hrökkbrauðið er stökkt.

Það er gott að strá Maldon salti yfir þegar búið er að fletja út.

Albert og Sólrún

💐

SÓLRÚNHRÖKKKEX

— HRÖKKKEXIÐ HRJÚFA —

💐

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.