Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa, hrökkkex fræ, spelt, hollusta, sólrún björnsdóttir heiði hrökkkex kex frækex
Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa

Heimabakað hrökkbrauð er gott með ostum, með salati, sem snakk milli mála og með súpu. Sólrún bauð okkur í kaffi og hafði bakað þetta hrökkbrauð sem er afar ljúffengt.

Þar sem mannslíkaminn er ekki alveg fullkominn er æskilegt að mala hörfræin áður en þau eru sett út í soppuna. Þannig nýtast þau líkamanum betur. Hörfræin sjálf innihalda lignan sem talið er að verndi líkamann gegn sumum tegunda krabbameina. Þau innihalda einnig omega 6 og omega 9 fitusýrur, b vítamín, kalíum, lesiþín, magnesíum, prótein, sink og fullt af trefjum sem nauðsynleg eru fyrir meltinguna.

Gott er að strá Maldon salti yfir þegar búið að að fletja út nú eða gera eins og Guðrún og bæta kúmeni í fræblönduna (veit ekki hver Guðrún er en þetta stóð svona í uppskriftinni sem ég fékk hjá Sólrúnu)

.

SÓLRÚNHRÖKKKEX

.

Hrökkbrauðið hrjúfa

1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl mulin hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl gróft haframjöl
3 1/2 dl spelt
1 1/4 dl olía
2 dl vatn
2 tsk salt

Blandið öllu saman í skál og hrærið þar til deigið er vel blandað (linur massi). Setjið bökunarpappír á ofnplötu og helminginn af deiginu á pappírinn, setjið bökunarpappír yfir deigið og fletjið út með kökukefli.

Helmingurinn af deiginu passar ca á eina plötu. Gerið það sama við hinn helminginn af deiginu. Skerið deigið í þá stærð sem þið viljið hafa kökurnar í áður en bakað er – t.d. 5×5 cm.

Bakið í 10-15 mín við 200°C eða þar til hrökkbrauðið er stökkt.

Það er gott að strá Maldon salti yfir þegar búið er að fletja út.

Albert og Sólrún

💐

SÓLRÚNHRÖKKKEX

— HRÖKKKEXIÐ HRJÚFA —

💐

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Scones – enskar skonsur

Scones. Þeir sem hafa farið í High Tea þekkja Scones. því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær - amk gengur ekki að tala um skonsur. Afternoon Tea / High Tea er aldagamall siður og fylgja ýmsar skráðar og óskráðar „reglur" sem fólk er beðið að virða og fara eftir. Ein er sú að ekki má skera scones í sundur með hnífi heldur á að snúa þær í sundur, síðan er hvor helmingurinn smurður og borðaður aðskilinn frá hinum (ekki búa til samloku).

Grafin rjúpa, lax, nautasteik og After-Eight-perur í afmælisveislu Kristjáns Guðmundar

Heiðurspilturinn Kristján Guðmundur hélt glæsilega upp á tvítugsafmælið sitt, eins og við var að búast. Fyrst voru tveir forréttir, grafinn lax og grafin rjúpa, þá nautasteik með hunangsgljáðum sveppum, rótargrænmeti og sveppasósu og loks After Eigh perur í eftirrétt.  Í hádeginu á afmælisdaginn fórum við Kristján Guðmundur út að borða á Apótekinu og hann fékk í afmælisgjöf Borðsiðanámskeið 101. Hann útskrifaðist með láði