Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa, hrökkkex fræ, spelt, hollusta, sólrún björnsdóttir heiði hrökkkex kex frækex
Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa

Heimabakað hrökkbrauð er gott með ostum, með salati, sem snakk milli mála og með súpu. Sólrún bauð okkur í kaffi og hafði bakað þetta hrökkbrauð sem er afar ljúffengt.

Þar sem mannslíkaminn er ekki alveg fullkominn er æskilegt að mala hörfræin áður en þau eru sett út í soppuna. Þannig nýtast þau líkamanum betur. Hörfræin sjálf innihalda lignan sem talið er að verndi líkamann gegn sumum tegunda krabbameina. Þau innihalda einnig omega 6 og omega 9 fitusýrur, b vítamín, kalíum, lesiþín, magnesíum, prótein, sink og fullt af trefjum sem nauðsynleg eru fyrir meltinguna.

Gott er að strá Maldon salti yfir þegar búið að að fletja út nú eða gera eins og Guðrún og bæta kúmeni í fræblönduna (veit ekki hver Guðrún er en þetta stóð svona í uppskriftinni sem ég fékk hjá Sólrúnu)

.

SÓLRÚNHRÖKKKEX

.

Hrökkbrauðið hrjúfa

1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl mulin hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl gróft haframjöl
3 1/2 dl spelt
1 1/4 dl olía
2 dl vatn
2 tsk salt

Blandið öllu saman í skál og hrærið þar til deigið er vel blandað (linur massi). Setjið bökunarpappír á ofnplötu og helminginn af deiginu á pappírinn, setjið bökunarpappír yfir deigið og fletjið út með kökukefli.

Helmingurinn af deiginu passar ca á eina plötu. Gerið það sama við hinn helminginn af deiginu. Skerið deigið í þá stærð sem þið viljið hafa kökurnar í áður en bakað er – t.d. 5×5 cm.

Bakið í 10-15 mín við 200°C eða þar til hrökkbrauðið er stökkt.

Það er gott að strá Maldon salti yfir þegar búið er að fletja út.

Albert og Sólrún

💐

SÓLRÚNHRÖKKKEX

— HRÖKKKEXIÐ HRJÚFA —

💐

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sérvéttumenning á mjög lágu stigi

Guðrún Á. Símonar vissi hvað hún söng, henni er ekki skemmt eins og sjá má í meðfylgjandi grein sem hún fékk birta í Morgunblaðinu í janúar 1968. „Því miður er sérvéttumenning á mjög lágu stigi hérna." Á hálfri öld hefur fjölmargt breyst bæði hvað varðar munnþurkur og borðsiði

Pasta/kjúklingasalat

Pasta/kjúklingasalat Mörgum saumaklúbbum landsins hefur verið legið á hálsi fyrir að standa ekki undir nafni. Það á ekki við um þennan saumaklúbbnum eru sex konur frá Fáskrúðsfirði. Þær hittast a.m.k. einu sinni í mánuði, sinna handavinnunni af miklum móð í dágóða stund áður en þær setjast til borðs og njóta veitinga þeirrar sem býður heim í það skiptið. Eins og siður er í góðum saumaklúbbum var margt saumað og prjónað í vetur en einnig kynntust þær silfursmíði og smíðuðu sér allar hálsmen. Klúbburinn var stofnaður fyrir nokkrum árum þegar þær störfuðu allar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Það er afar létt yfir hópnum, mikið talað og mikið hlegið. Þær segjast vera duglegar að prófa nýja rétti og tertur eru í sérstöku uppáhaldi.

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni

Mondlur

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni. Það er upplagt að eiga ristaðar möndlur í ísskápnum til að grípa í þegar hungrið segir til sín. Svo er fljótlegt að útbúa þær - það má þurrista möndlurnar fyrst á heitri pönnu ef fólk vill það frekar og bæta síðan við kryddinu og hinu.