Auglýsing
Coq au vin - hani í víni kjúklingur rauðvín ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR beikon vorlaukur sveppir
Coq au vin – hani í víni stendur alltaf fyrir sínu.

Coq au vin – hani í víni er dæmigerður franskur sveitamatur og talinn ævaforn í ýmsum myndum.

Gaman er að glíma við rétti sem eru vel þekktir í sínu heimalandi – uppskriftir að þeim eru trúlega jafnmargar og heimilin, svo að varla er hægt að benda á eina uppskrift og fullyrða að þar sé „originallinn“ kominn. Þetta er svo sem ekki mikil glíma, reyndar alls ekki eins flókið og ætla mætti, en rauðvín, sveppir og beikon eru ómissandi. Ef maður vill láta gesti stynja af ánægju, er þessi réttur eiginlega alveg pottþéttur.

Oftast læt ég kjúklinginn liggja í sólarhring í rauðvíninu og kryddi áður en hann fer í ofninn. Í sumum uppskriftum er talað um að kjúklingabitarnir megi vera með beini. Eins og áður hefur komið fram nota ég helst kjúklingalæri og úrbeina uþb 2/3 fyrir coq au vin. Þórunn vinkona mín benti mér á að langbest væri að bera fram alvöru kartöflumús með þessum rétti. Frakkar reka upp stór augu, ef þeir finna sætt bragð í kartöflumús, en ef okkur líkar betur að hafa kartöflumús upp á gamla íslenska móðinn, gerum við það auðvitað (með lítið af sykri).

KJÚKLINGURFRAKKLANDKARTÖFLUMÚSÞÓRUNN SIGURÐARD

.

Coq au vin – hani í víni

Coq au vin – hani í víni

2 kjúklingar í bitum
200 g beikon
400 g sveppir
200 g vorlaukur
smjör og olía til steikingar
salt
pipar
steinselja

í kryddlög:

Ein flaska rauðvín
2 gulrætur
1 laukur
2 hvítlauksrif
sellerý
pipar
2-3 lárviðarlauf
1 msk timian.

Útbúið kryddlöginn daginn áður og látið kjúklingabitana liggja í yfir nóttina.

Þerrið kjötið og steikið á heitri pönnu. Setjið í leirpott, bætið kryddleginum við og sjóðið í potti á eldavél eða bakið í (leir)potti í ofni í um klst.

Steikið sveppi og vorlauk. Skerið beikon í bita og stekið líka. Bæta þessu við ásamt steinselju þegar 10 mín eru eftir.

Berið fram með kartöflumús

Coq au vin - hani í víni blaðlaukur púrrulaukur púrra
Coq au vin – hani í víni

 

KJÚKLINGURFRAKKLANDKARTÖFLUMÚSÞÓRUNN SIGURÐARD

— COQ AU VIN – HANI Í VÍNI —

.

Auglýsing

6 athugasemdir

  1. Hrikalega girnileg uppskrift Albert!! En þarf maður að nota leirpott?

  2. Þegar að við hjónin erum með þennan rétt þá kaupi ég bökunarkartöflur og nota svona gamlan kartöflumúsastappara frá tengdapabba og hef hana frekar grófa og engann sykur. Við erum svo heppinn að hafa kynnst bónda með hana og höfum fengið hjá honum og þetta er einn besti réttur sem ég fæ og er þetta svona ekta vetrarréttur finnst mér. Verði ykkur að góðu

Comments are closed.