Marsípankaka með vínberjum

Marsípankaka með vínberjum baka vínber Hildigunnur Rúnarsdóttir föstudagskaffi listaháskóinn vínber kaffimeðlæti
Marsípankaka með vínberjum

Marsípankaka með vínberjum.

Hildigunnur er af mikilli matar- og tónlistarfjölskyldu komin. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort eitthvað komist annað að þegar fjölskyldan hittist en matur og tónlist 🙂 Hildigunnur birtir sínar uppskriftir hér

FÖSTUDAGSKAFFIVÍNBER

.

Marsípankaka með vínberjum

200 g gott marsípan

75 g brætt smjör

2 egg

75 g hveiti

1/2 tsk. lyftiduft

200 g vínber (steinlaus eða steinhreinsuð)

Skerið marsípan í sneiðar og hrærið svo bræddu smjörinu saman við uns mjúkt. Hrærið eggin saman við og síðan hveiti og lyftiduft. Hellið hrærunni í smurt tertu eða bökuform (22-24 cm). Skerið vínberin í tvennt og dreifið þeim yfir. Bakið kökuna í 18-20 mínútur við 200°C. Gjarnan má strá flórsykri yfir kökuna áður en hún er borin fram.
Kakan er sérlega ljúffeng hvort heldur sem er heit eða köld. Ekki sakar svo að bera fram þeyttan rjóma eða ís með henni.

.

FÖSTUDAGSKAFFIVÍNBER

— MARSIPANKAKA MEÐ VÍNBERJUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla