Trufflur með hampfræjum

Trufflur með hampfræjum

Trufflur með hampfræjum. Það er einkar ljúffengt að fá lítinn bita með góðum kaffibolla að lokinni vel heppnaðri máltíð. Hampfræ eru uppfullar af próteini og teljast ofurfæða.

Trufflur með hampfræjum.

1/4 b goji ber (lögð í bleyti í um 20 mín)

1/4 b valhnetur

4 msk hampfræ

1/2 b rúsínur

2 msk sesamfræ

ca 25 g gott dökkt súkkulaði

1/4 tsk salt

Hellið mesta safanum af goji berjunum, látið þau í matvinnsluvél ásamt valhnetum, hampfræjum, rúsínum, sesamfræjum, súkkulaðinu og salti. Maukið (þó ekki of mikið), mótið kúlur með teskeið og látið þær kólna í ísskáp. Tilvalið með kaffinu eftir góða máltíð.

Trufflur með hampfræjum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram. Það er komið að Helgu systurdóttur minni sem á dögunum varð Íslandsmeistari í kjötiðn, það lá því beinast við að fá hana til að elda kjöt (en ekki hvað). Helga útbeinaði lambahrygginn fimlega og bar sig fagmannlega að þessu öllu. Hryggurinn gjörsamlega bráðnaði í munni og þessi fylling, guð minn góður, hún er himnesk.