Saltfisksnittur – lostæti hið mesta

Saltfisksnittur – lostæti hið mesta saltfiskur mæjónes hvítlaukur snittur saltfisksalat FISKSALAT FISKISALAT  saltfiskssalat salat með saltfiski salat
Saltfisksnittur eru lostæti hið mesta

Saltfisksnittur með hvítlauk

Þetta er hlægilega einfalt, en slær alltaf í gegn. Þetta er frekar stór uppskrift, en ef afgangur verður, er gott að eiga þetta lostæti í ísskápnum. Þetta er líka slumpuppskrift, það má alveg breyta hlutföllum eftir smekk.

.

 SALTFISKURSNITTUR

.

Saltfisksnittur með hvítlauk

800 g soðinn saltfiskur

2 dl mjólk

2 dósir sýrður rjómi

100 g mæjónes

3-8 rifin hvítlauksrif eftir smekk

A.m.k.1 tsk hvítlauksduft, 1/2 tsk pipar, cayenne á hnífsoddi.

2 snittubrauð, mjó (flûte), gott er að hægt sé að stinga heilum bita upp í sig, þessi mjóu í Bónus eru ágæt.

Sjóðið saltfiskinn í mjólk og kælið. Stappið með gaffli, ekki mjög smátt, ekki er verra að finna fyrir saltfiskbitum undir tönn.

Blandið sýrðum rjóma, majonesi, hvítlauk og kryddi saman í skál og hrærið saltfiskinn út í. Bætið í kryddi þar til bragðsinfónía fer að hljóma, en gott er að láta standa yfir nótt.

Steikið 1 hvítlauksrif í sneiðum í 1/2 dl af olíu og fjarlægið hvítlaukinn (annars brennur hann síðar). Steikið snittubrauðssneiðar öðrum megin við allháan hita í olíunni og setjið á disk. Bætið olíu á pönnuna, ef hana tekur að þverra.

Setjið maukið á steiktu hliðina með tveimur teskeiðum, þegar sneiðarnar eru orðnar kaldar. Malið pipar yfir og skreytið með steinselju eða öðru sem er við hendina.
Saltfisksnittur – lostæti hið mesta
.
.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Volcano Crepes í Lækjargötu

Volcano Crepes í Lækjargötu. Í Mæðragarðinum við Lækjargötu í Reykjavík er hægt að fá ekta franskar crepes. Þær eru mjööööög góðar. Smelltu HÉR til að sjá myndbandið

Kornflexkökur

Kornflexkökur. Í mínu ungdæmi voru kornflexkökur útbúnar seint á Þorláksmessukvöldi (á meðan ríkisþulirnir lásu hugheilar jólakveðjur í sýslur landsins), ástæðan var sú að við systkinin vorum svo sólgin í þær að mamma sá þann kost vænstan að ljúka öllum jólaundirbúningi áður. Mikið lifandis óskaplega eru kornflexkökur nú góðar, bæði þá og nú.