Saltfisksnittur – lostæti hið mesta

Saltfisksnittur – lostæti hið mesta saltfiskur mæjónes hvítlaukur snittur saltfisksalat FISKSALAT FISKISALAT  saltfiskssalat salat með saltfiski salat
Saltfisksnittur eru lostæti hið mesta

Saltfisksnittur með hvítlauk

Þetta er hlægilega einfalt, en slær alltaf í gegn. Þetta er frekar stór uppskrift, en ef afgangur verður, er gott að eiga þetta lostæti í ísskápnum. Þetta er líka slumpuppskrift, það má alveg breyta hlutföllum eftir smekk.

.

 SALTFISKURSNITTUR

.

Saltfisksnittur með hvítlauk

800 g soðinn saltfiskur

2 dl mjólk

2 dósir sýrður rjómi

100 g mæjónes

3-8 rifin hvítlauksrif eftir smekk

A.m.k.1 tsk hvítlauksduft, 1/2 tsk pipar, cayenne á hnífsoddi.

2 snittubrauð, mjó (flûte), gott er að hægt sé að stinga heilum bita upp í sig, þessi mjóu í Bónus eru ágæt.

Sjóðið saltfiskinn í mjólk og kælið. Stappið með gaffli, ekki mjög smátt, ekki er verra að finna fyrir saltfiskbitum undir tönn.

Blandið sýrðum rjóma, majonesi, hvítlauk og kryddi saman í skál og hrærið saltfiskinn út í. Bætið í kryddi þar til bragðsinfónía fer að hljóma, en gott er að láta standa yfir nótt.

Steikið 1 hvítlauksrif í sneiðum í 1/2 dl af olíu og fjarlægið hvítlaukinn (annars brennur hann síðar). Steikið snittubrauðssneiðar öðrum megin við allháan hita í olíunni og setjið á disk. Bætið olíu á pönnuna, ef hana tekur að þverra.

Setjið maukið á steiktu hliðina með tveimur teskeiðum, þegar sneiðarnar eru orðnar kaldar. Malið pipar yfir og skreytið með steinselju eða öðru sem er við hendina.
Saltfisksnittur – lostæti hið mesta
.
.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.