Sumarlegt salat

Sumarlegt salat hollt gott fljótlegt

Sumarlegt salat. Nú streymir ferskt íslenskt grænmeti á markaðinn og ég er alveg að missa mig. Það má nota hvaða græna grænmeti sem uppistöðu í þetta salat. Þegar þetta var útbúið var ég nýkominn úr Frú Laugu með spínat og grænkál sem varð að uppistöðu hjá mér.

grænkál

Sumarlegt salat

2 b saxað grænt salat

1/3 b steinselja

3-4 tómatar

1 msk mynta

1/2 mangó

3 msk hampfræ

graslaukur (eða rauðlaukur)

smá engifer

3 msk góð olía

1-2 msk sítrónusafi

salt

valhnetur

Setjið salatið og steinselju í skál. Saxið tómata, myntu, mangó, engifer og graslauk og bætið við ásamt hampfræjum, olíu, sítrónusafa og salti. Blandið vel saman og stráið gróft söxuðum valhnetum yfir.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nokkrir ómissandi og gagnlegir punktar úr matreiðslubók frá 1915

Góð lesning sem birtist í matreiðslubók sem gefin var út árið 1915 sem heitir Ný matreiðslubók fyrir fátæka og ríka og greinir m.a. frá ýmislegu um kaffidrykkju. Höfundur bókarinnar er Jóninna Sigurðardóttir.

Appelsínunipplur – verðlaunakökur

 

Appelsínunipplur. Íslenska lögfræðistofan hélt sína árlegu jólasmákökusamkeppni í gær. Eins og áður var metnaðurinn allsráðandi og fagmennska í öllu - já og keppnisandinn barst um allt hverfið. Og eins og áður vorum við Bergþór dómarar og fengum með okkur gestadómara sem að þessu sinni var Ragnhildur Gísladóttir söngkonan góða en hún á það til að missa sig í bakstri fyrir jólin. Eggert stóð uppi sem sigurvegari. Mandarínubörkurinn og hárrétt bakað marsipanið gladdi bragðlauka dómnefndarinnar.

Pönnukökur – þjóðlegar með góðum kaffisopa

Pönnukökur

Upprúllaðar pönnukökur með sykri teljast víst seint til hollustufæðis en mikið er gott að smakka þær annað slagið með góðum kaffisopa. Ætli megi ekki segja að fortíðarþrá fylgi þeim. Í skírnarveislu hér í dag var m.a. boðið uppá pönnukökur og gaman að segja frá því að þær kláruðust fyrst.

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta - bærilega góð hráterta. Er eitthvað ferskara, hollara og sumarlegra en góð hráterta með kaffinu? Fyrst þegar ég útbjó þessa tertu var ég með frosin bláber, það gekk ekki alveg nógu vel því kókosolían harnar þegar nú blandast saman við frosin berin. Best er að nota fersk ber. Það er eins með þessa tertu eins og allar hrátertur sem ég hef smakkað: Betri daginn eftir. Hugsum um heilsuna, hún er verðmæt „Berum ábyrgð á eigin heilsu" er slagorð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, gerum þau slagorð að okkar og byrjum núna strax.

SaveSave