Sumarlegt salat. Nú streymir ferskt íslenskt grænmeti á markaðinn og ég er alveg að missa mig. Það má nota hvaða græna grænmeti sem uppistöðu í þetta salat. Þegar þetta var útbúið var ég nýkominn úr Frú Laugu með spínat og grænkál sem varð að uppistöðu hjá mér.
Sumarlegt salat
2 b saxað grænt salat
1/3 b steinselja
3-4 tómatar
1 msk mynta
1/2 mangó
3 msk hampfræ
graslaukur (eða rauðlaukur)
smá engifer
3 msk góð olía
1-2 msk sítrónusafi
salt
valhnetur
Setjið salatið og steinselju í skál. Saxið tómata, myntu, mangó, engifer og graslauk og bætið við ásamt hampfræjum, olíu, sítrónusafa og salti. Blandið vel saman og stráið gróft söxuðum valhnetum yfir.