Engiferskot

Engiferskot Silva Kristín engifer heilsudrykkur hollur drykkur
Engiferskot rífur í – það er ótrúlega hressandi. Hvet ykkur til að prófa og líka til að fá ykkur engiferskot reglulega.

Engiferskot rífur í – það er ótrúlega hressandi. Hvet ykkur til að prófa og líka til að fá ykkur engiferskot reglulega.

Engiferskot

U.þ.b. 6 sm. af engiferrót

Ef hún er lífræn er nóg að þvo hana vel og setja beint í gegnum safapressuna annars þarf að flysja rótina áður en hún er pressuð.

Borið fram í fallegu skotglasi.

Oscar safapressan er mjög góð – hún er með snigli og vinnur hægt.

Uppskriftin er frá veitingastaðnum Silva í Eyjafirði

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi. Frá upphafi síðasta árs hafa á blogginu birst færslur um borðsiði, kurteisi og annað slíkt. Við vinnslu þessara pistla naut ég velvildar fjölmargra sem lásu yfir og gáfu góð ráð. Sjálfur hef ég lært heil óslöp. Síðustu mánuði hef ég farið víða og haldið, mér til mikillar ánægju, fyrirlestra um mat, áhrif matar, borðsiði og kurteisi. Myndirnar eru teknar á fyrirlestri hjá Starfsmannafélagi Hagstofunnar, þar voru líflegar umræður, áhugasamir þátttakendur og gaman.