Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka signý sæmundsdóttir sveppabaka laukbaka
Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka.

Áskorun síðasta árs var að birta borðsiðafærslur í hverri viku allt árið. Það gekk eftir og vakti lukku. Áskorun ársins er að fá amk 30 gestabloggara til að útbúa góðgæti fyrir síðuna. Signý Sæmundsdóttir söngkona ríður á vaðið. Það er notalegt að heimsækja Signýju og létt yfir henni að vanda. „Þegar Albert bað mig að vera gestgjafi á blogginu sínu vinsæla þá ákvað eg að hafa Brunch thema. Baka passar alltaf á Brunch borðið og þá kom Lauk-, sveppa og beikonbaka upp í hugann. Hún er lystug og góð og gefur góða fyllingu í magann. Með kaffinu var Appelsínu- og súkkulaðiformkaka.

SIGNÝ SÆMAPPELSÍNURSÚKKULAÐITERTABRUNCHBÖKUR

.

Signý

Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Deig:

100 g hveiti
70 g smjör
2 msk kalt vatn.
hnoðið saman og setjið í kæli í a.m.k. klukkustund.

Fylling:

einn laukur
200 g sveppir
100 g beikon
1 msk olía
Tamari sósa

Skerið allt frekar smátt og steikið saman í olíu á pönnu. Smá skvetta Tamari sósa sett saman við til að gefa sérstakt bragð.

Eggjahræran:

4 egg
3. msk rjómi
100 g rifinn bragðmikill ostur ( Gouda sterkur, Jarl, Tindur)
smá nautakraftur

Hrærið öllu vel saman.

Fletjið deigið flatt út í eldfast mót og pikkið botninn og forbakið í ofni í 10 min á 175°C . Þá er fyllingin sett saman við og eggjahrærunni helt yfir og ferskur pipar mulinn yfir. Svo eru herrlegheitin bökuð í ca. 35 mín og borin fram með tómötum og gúrku og eplum smátt skornum. Verði ykkur að góðu.

 

.

#2017Gestabloggari1/52— — SIGNÝ SÆMAPPELSÍNURSÚKKULAÐITERTABRUNCHBÖKUR

LAUK-, SVEPPA- OG BEIKONBAKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananabrauð Boga

Bananabrauð Boga. Svo skemmtilega vildi til að Bogi var nýbúinn að baka bananabrauð þegar við birtumst um daginn. Við mathákarnir tókum hressilega til matar(brauðs) okkar..

Baileysjógúrt Vigdísar

 

Baileysjógúrt Vigdísar. Gestabloggarinn Vigdís Másdóttir útbjó bakaðan kjúkling með spínati, pestói og fetaosti og var með Baileysjógúrt í eftirrétt - einfaldan og bóðan.

„Þessi eftirréttur varð til á köldu kvöldi þegar mig langaði í eitthvað sætt og enginn nennti út í búð að sækja eitthvað gott. Mjög einfalt og er tilbúið strax. Það er líka hægt að gera þetta með góðum fyrirvara og setja í kæli, verður alls ekki verra við það."

Scones – enskar skonsur

Scones. Þeir sem hafa farið í High Tea þekkja Scones. því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær - amk gengur ekki að tala um skonsur. Afternoon Tea / High Tea er aldagamall siður og fylgja ýmsar skráðar og óskráðar „reglur" sem fólk er beðið að virða og fara eftir. Ein er sú að ekki má skera scones í sundur með hnífi heldur á að snúa þær í sundur, síðan er hvor helmingurinn smurður og borðaður aðskilinn frá hinum (ekki búa til samloku).