Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

Þorvaldur Þorvaldsson, Ásgeir Páll og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls ÁSGEIR PÁLL súpa tómatar kókosmjólk
Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

Ásgeir Páll, útvarpsmaðurinn með kynþokkafullu röddina, hringdi og sagði mér frá tómatsúpu sem hann eldaði í gærkvöldi og bragðaðist svona líka ljómandi vel. Það er gaman að segja frá því að súpa þessi er mjög góð, hún var hér í kvöldmatinn.

TÓMATSÚPUR — ÁSGEIR PÁLL

.

Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

1 ds kókosmjólk

5 stórir tómatar

2 msk góð olía

2 laukar

smá engifer, saxað

1 msk karrý

grænmetiskraftur

Saxið laukinn og léttsteikið í olíunni. Brytjið tómatana gróft og látið út í ásamt kókomjólk, karrýi, engiferi og grænmetiskrafti

Sjóðið í um 20 mín. Maukið með töfrasprota.

Þorvaldur Þorvaldsson, Ásgeir Páll og Anna Guðný Guðmundsdóttir.

TÓMATSÚPUR — ÁSGEIR PÁLL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sveskjuterta – krydduð og gómsæt

Sveskjuterta

Sveskjuterta. Dagurinn var tekinn snemma og bökuð sveskjuterta. Sumum finnst sveskjur lítið spennandi, þær hafa lengi vel haft á sér stimpilinn "góðar fyrir hægðirnar" og svo ekkert annað...

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð. Nú er ég farinn að nota heilhveiti mun meira en áður, stundum með venjulegu hveiti en oftast  ekki. Þó líkami okkar sé næstum því fullkominn þá ræður hann ekki við að melta heil hörfræ. Best finnst mér að mala þau í kaffikvörninni, matvinnsluvélar vinna illa á þeim.

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram. Það er komið að Helgu systurdóttur minni sem á dögunum varð Íslandsmeistari í kjötiðn, það lá því beinast við að fá hana til að elda kjöt (en ekki hvað). Helga útbeinaði lambahrygginn fimlega og bar sig fagmannlega að þessu öllu. Hryggurinn gjörsamlega bráðnaði í munni og þessi fylling, guð minn góður, hún er himnesk.

Hvað er kurteisi?

Kurteisi

Hvað er kurteisi? Enginn ætti að gefa langar lýsingar af kvillum sínum meðan hann situr undir borðum - og forðast slíkt yfirleitt. Það er ógeðslegt og þreytandi og ætti ekki að leyfast, að fólk tali alltaf um veikindi sín og uppskurði - ekkert er leiðinlegra en hlusta á slíkar raunarollur

Verkleg æfing í framreiðslu og matreiðslu hjá nemum í MK

Verkleg æfing í framreiðslu og matreiðslu hjá nemum í MK. Framreiðslu- og matreiðslunemar á lokaári í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi héldu verklega æfingu í vikunni. Við brugðum okkur í betri fötin ásamt nokkrum vinum og þáðum boð þeirra. Eins og við var að búast var þarna allt til fyrirmyndar, fallega lagt á borð, fyrirtaks matur og óaðfinnanleg framleiðsla. Allt gekk þetta fumlaust fyrir sig.

Fyrri færsla
Næsta færsla