Auglýsing
Þorvaldur Þorvaldsson, Ásgeir Páll og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls ÁSGEIR PÁLL súpa tómatar kókosmjólk
Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

Ásgeir Páll, útvarpsmaðurinn með kynþokkafullu röddina, hringdi og sagði mér frá tómatsúpu sem hann eldaði í gærkvöldi og bragðaðist svona líka ljómandi vel. Það er gaman að segja frá því að súpa þessi er mjög góð, hún var hér í kvöldmatinn.

TÓMATSÚPUR — ÁSGEIR PÁLL

.

Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

1 ds kókosmjólk

5 stórir tómatar

2 msk góð olía

2 laukar

smá engifer, saxað

1 msk karrý

grænmetiskraftur

Saxið laukinn og léttsteikið í olíunni. Brytjið tómatana gróft og látið út í ásamt kókomjólk, karrýi, engiferi og grænmetiskrafti

Sjóðið í um 20 mín. Maukið með töfrasprota.

Þorvaldur Þorvaldsson, Ásgeir Páll og Anna Guðný Guðmundsdóttir.

TÓMATSÚPUR — ÁSGEIR PÁLL

.

Auglýsing