Peru-, feta- og spínatsalat

Peru-, feta- og spínatsalat Fjóshornið Egilsstaðir
Peru-, feta- og spínatsalat

Peru-, feta- og spínatsalat

Smá leyndarmál, á bænum Egilsstöðum er lítið og vinalegt kaffihús sem heitir Fjóshornið. Egilsstaðabændur selja þar sínar afurðir, m.a. fetaost sem er einn sá besti á Íslandi. Því miður fæst osturinn ekki á fleiri stöðum. Það er vel þess virði að koma við í Fjóshorninu og fá hjá þeim ost. Ekki segja of mörgum frá þessu leyndarmáli svo osturinn verðir ekki búinn næst þegar við verðum þar á ferðinni.

Eins og áður hefur komið fram ræktum við arfa á svölunum. Salatið samanstóð af spínati og haugarfa (2/3 og 1/3)

Peru-, feta- og spínatsalat

2 bollar spínat

1/2 pera

1/2 b feta ostur

1/4 b kasjú hnetur

2 msk sítrónusafi

1 tsk sterkt sinnep

1 tsk hunang

2-3 msk góð matarolía

salt og pipar

Skolið spínatið vel. Skerið peru í bita og blandið saman við spínatið ásamt hnetunum ostinum. Látið sítrónusafa, sinnep, hunang, olíu, salt og pipar í box með loki og hristið vel. Blandið salatið vel saman og hellið dressingunni yfir.

Peru-, feta- og spínatsalat

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu

Kartöfluvínarbrauð. Ef þið eigið afganga af kartöflum er alveg upplagt að baka úr þeim vínarbrauð. Nú ef þið eigið ekki afganga þá má bara sjóða nokkrar kartöflur og baka úr þeim vínarbrauð :)  Það er ágætt að hafa í huga að deigið getur klestst og því ágætt að hnoða upp í það meira hveiti - þarf svolítið að meta. Þó flestir séu vanir rabarbarasultu á kartöfluvínarbrauðið má vel breyta til og annað hvort blanda annarri sultu saman við eða eins og er á meðfylgjandi mynd - nota bláberjasultu.