Marenering á grillkjöti

Marenering á grillkjöti Höskuldur Freyr hermannsson Íris Eva
Höskuldur Freyr grillar lambalæri

Marenering á grillkjöti

Á dögunum var manndómsvígsla að hætti Ásatrúarmanna í fjölskyldunni. Að henni lokinni var boðið í hlöðugrill. Höskuldur Freyr úrbeinaði nokkra lambsskrokka og marineraði af mikilli kúnst og grillaði í holu. Kjötið í var afar bragðgott og meyrt. Það er mikill vandi að grilla kjöt svo gott verði og jafn mikill vandi að holugrilla.

GRILLKJÖTMARINERING

.

Marenering á kjöt

lauf af: birki, fjalldrapa, bláberja og aðalbláberjalyngi og líka beitilyng, krækiberjalyng, blóðberg og einiber. Þetta var allt sett ásamt vatni í blandara og maukað vel,
bláberjasulta
krækiberjasaft
Heinz chilli tómatsósa
smá bbq sósa
smá púðursykur
hitið upp að suðu – kælið – blandið saman við jurtamaukið.

Marinerið kjötið og geymið á köldum stað i 2-3 sólarhringa. Pakkið kjötinu inn í bökunarpappír næst kjötinu svo álpappír þar yfir.

Grillið í tvo tíma snúið amk. tvisvar sinnum

Marenering á grillkjöti

Marenering á grillkjöti
Höskuldur Freyr
Marenering á grillkjöti Brimnesi Fáskrúðsfjörður
Hlöðugrill að lokinni manndómsvígslu að hætti Ásatrúarmanna

.

GRILLKJÖTMARINERINGHLÖÐUGRILL

— MARINERING Á GRILLKJÖTI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.