Marenering á grillkjöti

Marenering á grillkjöti Höskuldur Freyr hermannsson Íris Eva
Höskuldur Freyr grillar lambalæri

Marenering á grillkjöti

Á dögunum var manndómsvígsla að hætti Ásatrúarmanna í fjölskyldunni. Að henni lokinni var boðið í hlöðugrill. Höskuldur Freyr úrbeinaði nokkra lambsskrokka og marineraði af mikilli kúnst og grillaði í holu. Kjötið í var afar bragðgott og meyrt. Það er mikill vandi að grilla kjöt svo gott verði og jafn mikill vandi að holugrilla.

GRILLKJÖTMARINERING

.

Marenering á kjöt

lauf af: birki, fjalldrapa, bláberja og aðalbláberjalyngi og líka beitilyng, krækiberjalyng, blóðberg og einiber. Þetta var allt sett ásamt vatni í blandara og maukað vel,
bláberjasulta
krækiberjasaft
Heinz chilli tómatsósa
smá bbq sósa
smá púðursykur
hitið upp að suðu – kælið – blandið saman við jurtamaukið.

Marinerið kjötið og geymið á köldum stað i 2-3 sólarhringa. Pakkið kjötinu inn í bökunarpappír næst kjötinu svo álpappír þar yfir.

Grillið í tvo tíma snúið amk. tvisvar sinnum

Marenering á grillkjöti

Marenering á grillkjöti
Höskuldur Freyr
Marenering á grillkjöti Brimnesi Fáskrúðsfjörður
Hlöðugrill að lokinni manndómsvígslu að hætti Ásatrúarmanna

.

GRILLKJÖTMARINERINGHLÖÐUGRILL

— MARINERING Á GRILLKJÖTI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rice krispies múffur

Rice krispies múffur. Það sem mér hefur helst þótt að Rice Krispies kökum/múffum er að oft er allt of mikið að sírópi og stundum notaður sykur líka - gleymum ekki að Rice Krispies eitt og sér er hlaðið sykri. Þorbjörg kom með Rice krispies múffur í föstudagskaffið í vinnunni sem voru ekki dýsætar. Annars eigum við að taka höndum saman og minnka sykur í mat.

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum. Mikið óskaplega eru rauðrófur góðar. Í gamla daga lét maður þessar niðursoðnu frá Ora sér vel líka á jólunum, að vísu sauð móðir mín stundum niður rauðrófur fyrir jólin ef við systkinin (aðallega ég) suðuðum í henni.... En nú er öldin önnur, hægt að fá rauðrófur allan ársins hring og þær eru ekki aðeins látnar á borðið niðursoðnar eins og var. Eflaust er gott að setja eins og eina matskeið af sýrðum rjóma á hvern súpudisk.