Waldorfssalat

waldorfssalat valdorfssalat sallat magnúsína ósk Dóra Emils epli rjómi valhnetur eplasalat sellerý Waldorf Astoria hótelinu í New York mæjónes salat jólasalat hátíðarsalat
Waldorfsalat

Waldorfssalat

Waldorfsalat var fyrst búið til á Waldorf Astoria hótelinu í New York rétt eftir 1890, í upphaflegu uppskriftinni var epli, sellerí og mæjónes. Hnetum og vínberjum var bætt við upp úr 1920. Veit ekki hvort það er íslensk útgáfa að nota þeyttan rjóma, gæti verið. Sumum finnst hrátt sellerí of sterkt, þá er hægt að skera það niður, láta það liggja í heitu vatni í ca eina mínútu og sigta svo. Dóra Emils gaf mér gott ráð um daginn, að setja svolítið af eplamús saman við Waldorfssalatið.

JÓLINSALÖTDÓRA EMILSVÍNBEREPLAMÚSSELLERÍ

.

Waldorfsalat

1/4 l rjómi
1/2 b mæjónes
1 dl eplamús
2-3 epli, afhýdd og skorin í grófa bita
1 stilkur sellerí, skorið smátt
1 b gróft saxaðar valhnetur
2 b græn vínber, skorin í helminga

Stífþeytið rjóma, blandið mæjónesi og eplamús saman við, þá eplum, selleríi, valhnetum og vínberjum. Blandið vel saman, kælið og berið fram kalt.

JÓLINSALÖT

.

Waldorfssalat Magnúsína Eggertsdóttir
Magga með Waldorfssalat

JÓLINSALÖTDÓRA EMILSVÍNBEREPLAMÚSSELLERÍ

— VALDORFSSALAT —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Salat að hætti Júlla Júll

Júlli júll

Salat að hætti Júlla Júll. Dalvíkurkonungurinn Júlíus Júlíusson er snilldarkokkur. Júlli lætur verkin tala - það malast undan honum verkefnin og helst ætti að vera til Júlli í öllum bæjum á Íslandi....

Crostini með kantarellusveppum

Crostini með kantarellusveppum. Crostini eru litlar sneiðar af brauði, grillaðar eða ristaðar, með áleggi sem getur verið grænmeti, ostur eða kjöt. Oft eru sneiðararnar penslaðar með ólífuolíu. Stórfínt til að byrja á áður en sest er til borðs :)

Óvænt steypiboð – Baby shower og extra góð terta

Óvænt steypiboð - Baby shower og extra góð steypiboðsterta. Vinkonur Jóhönnu Sigríðar héldu óvænt steypiboð (Baby shower) fyrir hana. Gaman að fá að vera fluga á vegg og upplifa eftirvæntinguna þegar von var á unga parinu, þögnina þegar enginn mátti segja orð á meðan þau komu inn í íbúðina og svo þegar vinkonurnar kölluðu SURPRISE! þegar foreldrarnir tilvonandi komu inn.