Waldorfssalat

waldorfssalat valdorfssalat sallat magnúsína ósk Dóra Emils epli rjómi valhnetur eplasalat sellerý Waldorf Astoria hótelinu í New York mæjónes salat jólasalat hátíðarsalat
Waldorfsalat

Waldorfssalat

Waldorfsalat var fyrst búið til á Waldorf Astoria hótelinu í New York rétt eftir 1890, í upphaflegu uppskriftinni var epli, sellerí og mæjónes. Hnetum og vínberjum var bætt við upp úr 1920. Veit ekki hvort það er íslensk útgáfa að nota þeyttan rjóma, gæti verið. Sumum finnst hrátt sellerí of sterkt, þá er hægt að skera það niður, láta það liggja í heitu vatni í ca eina mínútu og sigta svo. Dóra Emils gaf mér gott ráð um daginn, að setja svolítið af eplamús saman við Waldorfssalatið.

JÓLINSALÖTDÓRA EMILSVÍNBEREPLAMÚSSELLERÍ

.

Waldorfsalat

1/4 l rjómi
1/2 b mæjónes
1 dl eplamús
2-3 epli, afhýdd og skorin í grófa bita
1 stilkur sellerí, skorið smátt
1 b gróft saxaðar valhnetur
2 b græn vínber, skorin í helminga

Stífþeytið rjóma, blandið mæjónesi og eplamús saman við, þá eplum, selleríi, valhnetum og vínberjum. Blandið vel saman, kælið og berið fram kalt.

JÓLINSALÖT

.

Waldorfssalat Magnúsína Eggertsdóttir
Magga með Waldorfssalat

JÓLINSALÖTDÓRA EMILSVÍNBEREPLAMÚSSELLERÍ

— VALDORFSSALAT —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veitingastaðurinn Happ í Borgartúni – endalaust Happ, Happ og húrra!

Veitingastaðurinn Happ í Borgartúni. Við hrósum happi yfir Happi. Athafnakonan Lukka kallar ekki allt ömmu sína - af eldmóði og með þrautseygju hefur hún náð að opna augu fjölda fólks fyrir því að hollur matur skiptir okkur öllu máli. Með brosi á vör og af sannfæringu segir hún frá áhrifum matarins á líkamann. Við erum jú það sem við borðum og að stórum hluta berum við ábyrgð á eigin heilsu.

Grillað og ofnbakað acorn grasker

Grillað og ofnbakað acorn grasker. Í grænmetisdeildinni í Gló í Fákafeni má oft finna grænmeti sem ekki sést í öðrum búðum. Á dögunum sá ég þar grasker sem ég hafði ekki séð áður, acorn grasker. Veit því miður ekki hvað það heitir á íslensku eða yfir höfuð hvort það hefur fengið íslenskt nafn. Stóðst ekki mátið og keypti tvö.