Auglýsing

Peru-, feta- og spínatsalat Fjóshornið Egilsstaðir

Peru-, feta- og spínatsalat. Smá leyndarmál, á bænum Egilsstöðum er lítið og vinalegt kaffihús sem heitir Fjóshornið. Egilsstaðabændur selja þar sínar afurðir, m.a. fetaost sem er einn sá besti á Íslandi. Því miður fæst osturinn ekki á fleiri stöðum. Það er vel þess virði að koma við í Fjóshorninu og fá hjá þeim ost. Ekki segja of mörgum frá þessu leyndarmáli svo osturinn verðir ekki búinn næst þegar við verðum þar á ferðinni.

Eins og áður hefur komið fram ræktum við arfa á svölunum. Salatið samanstóð af spínati og haugarfa (2/3 og 1/3)

Peru-, feta- og spínatsalat

2 bollar spínat

1/2 pera

1/2 b feta ostur

1/4 b kasjú hnetur

2 msk sítrónusafi

1 tsk sterkt sinnep

1 tsk hunang

2-3 msk góð matarolía

salt og pipar

Skolið spínatið vel. Skerið peru í bita og blandið saman við spínatið ásamt hnetunum ostinum. Látið sítrónusafa, sinnep, hunang, olíu, salt og pipar í box með loki og hristið vel. Blandið salatið vel saman og hellið dressingunni yfir.

Peru-, feta- og spínatsalat

Auglýsing