Auglýsing

Möndlugrauturinn og möndlugjöfin kanilsykur franskur matur frakkland kanill kanelsykur franskur siður Möndlugrauturinn og möndlugjöfin möndlur gjöf grautur hrísgrjónagrautur brimnes hulda steinsdóttir moðsuða hvernig á að afhýða möndlur möndlur afhýddar saga möndlugrautsins

Möndlugrauturinn og möndlugjöfin

Í mínu ungdæmi var möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag. Sem er fínn tími. Allir taka hraustlega til matar síns og klára örugglega af diskunum í von um að finna möndluna. Síðan er fólk ekki orðið svangt aftur fyrr en verður heilagt.

Auglýsing

Það er ágæt þumalputtaragla að hugsa möndlugjöfina þannig að sá sem hana fær deili gjöfinni með öllum strax að lokinni máltíð.

.

Aðferðirnar við að elda góðan graut eru margar og engin ein réttust. Þessa aðferð má rekja til Þýskalands. Hún er sú að setja allt í pott, láta suðuna koma upp á lágum hita á 45-60 mín. Þá er slökkt undir, pottinn einangraður mjög vel með handklæðum, svuntum eða öðru og hann látinn standa þannig í a.m.k. þrjár klst.(moðsuða). Rétt áður en grauturinn er borinn á borð er hrært í.  Það er lítil hætta á að grauturinn brenni við, það þarf ekki að standa yfir honum og hræra stöðugt í. Og síðast en ekki síst, þarf mun minna af grjónum – aðeins einn dl. á móti lítra af mjólk.  ATH. að ekki þarf að sjóða grjónin fyrst í vatni áður en mjólkin fer saman við.

Ef ekki eru til afhýddar möndlur í grautinn er hér tvær aðferðir til að afhýða þær

Ég hvet ykkur til að prófa þessa aðferð við möndlugrautinn og næst þegar þið eldið hrísgrjónagraut.

— JÓLINHRÍSGRJÓNAGRAUTURMÖNDLUR AFHÝDDARFRAKKLANDMÖNDLUGRAUTUR

.

Möndlugrauturinn er franskur siður tengdur vitringunum þremur. Sá sem fékk möndluna fékk að vera vitringur við jólaborðið og var skálað fyrir honum. Gjafirnar voru framan af hóflegar, börn í Danmörku fengu ef til vill eina appelsínu, eitthvert ætilegt skraut af jólatrénu eða lítið leikfang sem þar hékk en vinnumenn og vinnukonur fengu kannski bara nokkrar eplaskífur í jólagjöf. Hér heima var lengst af reynt að tryggja hverjum heimilismanni að minnsta kosti eina flík.*
 

Möndlugrauturinn

 

1 l mjólk

1 dl. grautarhrísgrjón

1 msk sykur

1/2 tsk salt

smá vanilla

Setjið allt í sæmilega stóran pott. Látið suðuna koma upp á mjög lágum hita (á 45-60 mín), hrærið við og við í á meðan. Slökkvið undir pottinum þegar suðan er komin upp, einangrið pottinn mjög vel t.d. með handklæðum og látið standa þannig í amk þrjár klst.

Eftir þrjár klst er grauturinn tilbúinn, silkimjúkur og fínn.

*af heimasíðu Ruv

Matarvefur Morgunblaðsins birti uppskrifina og Kristinn ljósmyndari tók myndirnar.

— JÓLINHRÍSGRJÓNAGRAUTURMÖNDLUR AFHÝDDARFRAKKLAND

— MÖNDLUGRAUTURINN OG MÖNDLUGJÖFIN —