
Rúgbrauð með marineraðri síld
Það er nú meira hversu mikill munur er á rúgbrauði og rúgbrauði. Sumt rúgbrauð sem bakað er í bakaríum er ekki étandi vegna sætinda, það þarf næstum því að setja rauðan viðvörunarmiða á nokkrar tegundir.
Í stórafmæli Láru var margt góðra veitinga, m.a. bakaði Óli hennar rúgbrauð sem rann ljúflega niður.
— RÚGBRAUÐSSÚPA — RÚGBRAUÐ — RÚGMJÖL —
.
Óla rúgbrauð
1 lítri súrmjólk
480 g rúgmjöl
150 g heilhveiti
130 g hveiti
1 msk natron (34 g)
115 g púðursykur (eða hrásykur)
300 g síróp
góðar tvær tsk salt (22 g).
Öllu blandað saman og sett í vel smurt form og lok eða álpappír sett yfir bakað við 100°C gráður í 4 tíma og slökkva svo á ofninum og láta kólna í ofninum yfir nótt.


.
— RÚGBRAUÐSSÚPA — RÚGBRAUÐ — RÚGMJÖL —
.