Auglýsing
Sælkeraskúffa Lára Björnsdóttir Karamellusósa karamellukrem sælkeraskúffa karamella lára og óli
Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa

Sælkeraskúffa

Hef lengi verið talsmaður þess að fólk minnki sykur í uppskriftum. Bæði er það að við eigum að vera meðvituð um óhollustu sykurs og líka að margt það hráefni sem notað er inniheldur sykur og þurrkaðir ávextir eru fínn sætugjafi. Þá er æskilegt að draga niður sætustuðul þjóðarinnar.  Sætindi með kaffinu, eins og uppskriftin er að hér að neðan, bragðast betur ef eitthvað er þó sykurinn fljóti ekki út um eyru og nef…..

LÁRA BJÖRNSKARAMELLA

Auglýsing

.

Sælkeraskúffa

4-5 msk smjör

100 g dökkt gott súkkulaði

3 egg

1 dl sykur

1 1/2 dl hveiti

1 tsk salt

1tsk vanilludropar

2 dl saxaðar pecanhnetur

150 gr dökkt gott súkkulaði, saxað

Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði. Þeytið egg í þétta froðu. Bætið sykri út í. Hrærið vel. Bætið þurrefnum út í. Síðan bræddu súkkulaði og vanilludropum. Setjið í litla skúffu og bakið í 15 mín við 175°.

Karamellusósa

6 msk smjör

1 dl púðursykur

3 msk rjómi

1/3 tsk salt

Hitið smjör og sykur að suðu í eina mín og hrærið stöðugt í. Takið af hellu og kælið lítið eitt áður en rjóma og salti er blandað saman við. Stráið gróf söxuðum pecanhnetum yfir hálfbakaða kökuna og karamellusósu þar yfir og bakið áfram í 15 mín. Takið úr ofninum, dreifið súkkulaði yfir og látið kólna. Skerið í bita.

Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa lára björnsdóttir
Myndirnar eru úr fimmtugsafmæli Láru Björnsdóttur en þar var boðið uppá kökuna

LÁRA BJÖRNSKARAMELLA

.