Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa

Sælkeraskúffa Lára Björnsdóttir Karamellusósa karamellukrem sælkeraskúffa karamella lára og óli
Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa

Sælkeraskúffa

Hef lengi verið talsmaður þess að fólk minnki sykur í uppskriftum. Bæði er það að við eigum að vera meðvituð um óhollustu sykurs og líka að margt það hráefni sem notað er inniheldur sykur og þurrkaðir ávextir eru fínn sætugjafi. Þá er æskilegt að draga niður sætustuðul þjóðarinnar.  Sætindi með kaffinu, eins og uppskriftin er að hér að neðan, bragðast betur ef eitthvað er þó sykurinn fljóti ekki út um eyru og nef…..

LÁRA BJÖRNSKARAMELLA

.

Sælkeraskúffa

4-5 msk smjör

100 g dökkt gott súkkulaði

3 egg

1 dl sykur

1 1/2 dl hveiti

1 tsk salt

1tsk vanilludropar

2 dl saxaðar pecanhnetur

150 gr dökkt gott súkkulaði, saxað

Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði. Þeytið egg í þétta froðu. Bætið sykri út í. Hrærið vel. Bætið þurrefnum út í. Síðan bræddu súkkulaði og vanilludropum. Setjið í litla skúffu og bakið í 15 mín við 175°.

Karamellusósa

6 msk smjör

1 dl púðursykur

3 msk rjómi

1/3 tsk salt

Hitið smjör og sykur að suðu í eina mín og hrærið stöðugt í. Takið af hellu og kælið lítið eitt áður en rjóma og salti er blandað saman við. Stráið gróf söxuðum pecanhnetum yfir hálfbakaða kökuna og karamellusósu þar yfir og bakið áfram í 15 mín. Takið úr ofninum, dreifið súkkulaði yfir og látið kólna. Skerið í bita.

Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa lára björnsdóttir
Myndirnar eru úr fimmtugsafmæli Láru Björnsdóttur en þar var boðið uppá kökuna

LÁRA BJÖRNSKARAMELLA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Beituskúrinn í Neskaupstað - besta fiskipanna á landinu. Hákon Hildibrand í Neskaupstað er hvergi banginn - hann lætur verkin tala. Fyrir nokkrum árum breytti Hákon og fjölskylda gamla kaupfélagshúsinu í bænum í Hótel Hildibrand. Síðasta sumar opnuðu þau veitingastað í nýuppgerðum beitningaskúr, í flæðarmálinu í miðjum bænum. Það er ánægjulegt að sjá hvernig gamall andi skúrsins er allt um kring og fjölmörg áhöld og annað sem var í skúrnum er notað sem skraut.

Krydd & Tehúsið í Þverholti

Krydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið

Krydd & Tehúsið. Í Þverholtinu rétt fyrir ofan Hlemm er eina krydd og tehúsið á Íslandi. Það er ævintýralegt að koma til þeirra Ólafar og Omry og kryddilminn leggur út á götu - satt best að segja er alveg ótrúlegt útval í smekklegri og snyrtilegri búð. Omry kemur frá Ísrael og er hafsjór af fróðleik þegar kemur að kryddum, tei og öðru slíku.

Kanilterta – bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa

Kanelterta sem bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa . Þessi fallega terta bráðnar í munni og blandan af kanil, rjóma og súkkulaðið er skemmtileg og kallar bara á góðan kaffibolla (og svo aðeins meira af kaffi og tertu...).  Enn ein undurgóða tertan frá Guju Begga þeirri sömu og bakaði Rasptertuna og Pipptertu.

Sítrusapríkósumarmelaði

Marmelaði - DSC01767Marmelaði Ingveldar G. DSC01775

Sítrusapríkósumarmelaði. Útvarpskonunni ljúfu, Ingveldi G. Ólafsdóttur er margt til lista lagt og er vel þekkt fyrir að galdra fram veislumat úr svo að segja engu. Hún er afar nýtin á matarafganga eitthvað sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Frétti af bragðgóðu marmelaði hjá Ingveldi og hún tók ljúflega í beiðni mína um uppskriftina