Hummúsfylltar döðlur

Hummús fylltar döðlur hvítlaukur kjúklingabaunir hummus Hummúsfylltar döðlur Diddú sigrún hjálmtýsdóttir
Hummúsfylltar döðlur

Hummusfylltar döðlur

Mjúkar, ferskar döðlur fylltar með hummús er hreinasta fyrirtak. Hvítlaukurinn og döðlurnar eru skemmtilegar andstæður sem vert er að prófa. Eins og svo margt annað á þessari síðu á þetta ættir sínar að rekja til Diddúar

— DIDDÚ —

Hummusfylltar döðlur

1 ds. soðnar kjúklingabaunir

2 msk tahini

2 hvítlauksrif

1/2 tsk salt

pipar

chili

safi úr 1 1/2 sítrónu

1 dl góð olía

Hellið mesta safanum af kjúklingabaununum og setjið þær í matvinnsluvél ásamt tahini, hvítlauk, salti, pipar, chili, sítrónusafa og matarolíu. Maukið vel. Notið safa af baununum til að þynna, ef þarf.

Takið steinana út döðlunum, setjið hummúsina í annað hvort með skeið eða rjómasprautu.

Hummúsfylltar döðlur

Eins og svo margt annað á þessari síðu á þetta ættir sínar að rekja til Diddúar

— DIDDÚ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Oreo-browniesterta – þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

Oreo-browniesterta. Peter kom með undurgóða tertu í síðasta föstudagskaffi sem endaði með því að við vorum óvinnufær lengi á eftir.... Nei grín! Tertan var samt borðuð upp til agna á skammri stundu - þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

Kókosbolludraumur – alveg hreint sjúklega gott

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Kókosbolludraumur. Stundum þarf maður á því að halda að sukka, sukka feitt.
Ég gat ekki með nokkru móti hætt að „smakka aðeins meira" Föstudagskaffið í vinnunni er unaðsleg samkoma og ómissandi. Björk kom með þessa undurgóðu sprengju með kaffinu. Rice krispies botn er marengsbotn með Rice krispies, það má líka nota venjulegan marengs. Ef þið notið banana þá er ágætt að blanda þeim við rjómann eða dýfa þeim í sítrónuvatn svo þeir verið ekki svartir. Þeir sem ekki vilja nota sérrý í botninn geta haft ávaxtasafa og síðast en ekki síst: þið sem eruð í megrun gleymið þessu :)

Döðluterta

Dodluterta

Döðluterta. Þær eru margar útgáfurnar af döðlutertum, misgóðar eins og gengur en ég lofa því að þessi er góð. Einföld og góð terta sem getur ekki klikkað - bökum með kaffinu

Að ýmsu er að hyggja þegar matarboð er undirbúið

Matarboð undirbúið. Að ýmsu er að hyggja áður en matargesti ber að garði. Það er augnayndi að sjá fallega lagt á borð og gott er að gefa sér góðan tíma í að undirbúa borðið, jafnvel daginn áður, skipuleggja og koma öllu haganlega fyrir. Eins og venjulega þarf að meta tilefnið og umfangið. Þegar mikið stendur til notum við spariborðbúnaðinn.