Hummusfylltar döðlur
Mjúkar, ferskar döðlur fylltar með hummús er hreinasta fyrirtak. Hvítlaukurinn og döðlurnar eru skemmtilegar andstæður sem vert er að prófa. Eins og svo margt annað á þessari síðu á þetta ættir sínar að rekja til Diddúar
— DIDDÚ —
Hummusfylltar döðlur
1 ds. soðnar kjúklingabaunir
2 msk tahini
2 hvítlauksrif
1/2 tsk salt
pipar
chili
safi úr 1 1/2 sítrónu
1 dl góð olía
Hellið mesta safanum af kjúklingabaununum og setjið þær í matvinnsluvél ásamt tahini, hvítlauk, salti, pipar, chili, sítrónusafa og matarolíu. Maukið vel. Notið safa af baununum til að þynna, ef þarf.
Takið steinana út döðlunum, setjið hummúsina í annað hvort með skeið eða rjómasprautu.
Eins og svo margt annað á þessari síðu á þetta ættir sínar að rekja til Diddúar
— DIDDÚ —