Auglýsing
Hummús fylltar döðlur hvítlaukur kjúklingabaunir hummus Hummúsfylltar döðlur Diddú sigrún hjálmtýsdóttir
Hummúsfylltar döðlur

Hummusfylltar döðlur
Mjúkar, ferskar döðlur fylltar með hummús er hreinasta fyrirtak. Hvítlaukurinn og döðlurnar eru skemmtilegar andstæður sem vert er að prófa

Hummusfylltar döðlur

1 ds. soðnar kjúklingabaunir

2 msk tahini

2 hvítlauksrif

1/2 tsk salt

pipar

chili

safi úr 1 1/2 sítrónu

1 dl góð olía

Hellið mesta safanum af kjúklingabaununum og setjið þær í matvinnsluvél ásamt tahini, hvítlauk, salti, pipar, chili, sítrónusafa og matarolíu. Maukið vel. Notið safa af baununum til að þynna, ef þarf.

Takið steinana út döðlunum, setjið hummúsina í annað hvort með skeið eða rjómasprautu.

Hummúsfylltar döðlur

Eins og svo margt annað á þessari síðu á þetta ættir sínar að rekja til Diddúar

Auglýsing