Ostabrauð

Ostabrauð, halldóra Eiríksdóttir, gerbakstur beikonostur gerbrauð
Ostabrauð

Ostabrauð

Ostabrauð hef ég mörgum sinnum bakað bæði fyrir veislur út í bæ og líka fyrir heimilisgesti – ávallt við mikla hrifningu. Upphaflegu uppskriftina fékk ég hjá Halldóru systur minni fyrir löngu. Frétti að ostabrauð þetta væri alltaf bakað þegar saumaklúbbur nokkur í Vestmannaeyjum kemur saman og gerir sér dagamun.

HALLDÓRA EIRÍKSDVESTMANNAEYJARBRAUÐ

.

Ostabrauð

deig:

7 dl hveiti

2 tsk ger

3 dl volgt vatn

1 tsk salt

1  tsk sykur

3 msk olía

Setjið hveitið í skál, leysið gerið upp í volgri mjólk og setjið útí hveitið ásamt salti, sykri og olíunni. Hrærið vel saman og slátið lyfta sér í amk 30 mín. Gott ráð er að útbúa deigið deginum áður og láta það lyfta sér rólega í ísskápnum.

fylling

2 msk Dijon sinnep

1 askja beikonsmurostur

2oo g skinka í sneiðum

150 g pepperoni

rifinn ostur

ofaná:

tómatasneiðar

mozzarella ostur rifinn

maldon salt

pipar

Fletjið deigið út og skiptið í tvær lengjur. Smyrjið þunnu lagi af Dijon sinnepi í miðjuna, setjið skinkusneiðar, beikonost, pepperoni og rifinn ost þar ofan á. Lokið með því að leggja deigið yfir fyllinguna, klípið deigið vel saman svo það opnist ekki í bakstrinum (einnig á endunum).

Setjið ofaná tómatsneiðar, mozarellaost, salt og nýmulinn pipar.

bakið í ca 30 mín við 180-190 gráður

HALLDÓRA EIRÍKSDVESTMANNAEYJARBRAUÐ

— OSTABRAUÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar „Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga í Lettlandi árið 1995 úr uppskriftabók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, en grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað. Mikið er ég ánægð að fá að vera einn af 52 gestum á blogginu á árinu. Ég ákvað að elda þennan rétt af því að þetta er svo ekta "comfort food" sem hentar svo vel á vetrarmánuðum." segir Svanhvít sem hélt matarboð ásamt Peter manni sínum í Brussel þar sem þau búa. Einnig var boðið upp á Grænan aspas vafinn hráskinku og Einfaldan og góðan eftirrétt

Fyrri færsla
Næsta færsla