Ostabrauð
Ostabrauð hef ég mörgum sinnum bakað bæði fyrir veislur út í bæ og líka fyrir heimilisgesti – ávallt við mikla hrifningu. Upphaflegu uppskriftina fékk ég hjá Halldóru systur minni fyrir löngu. Frétti að ostabrauð þetta væri alltaf bakað þegar saumaklúbbur nokkur í Vestmannaeyjum kemur saman og gerir sér dagamun.
— HALLDÓRA EIRÍKSD — VESTMANNAEYJAR — BRAUÐ —
.
Ostabrauð
deig:
7 dl hveiti
2 tsk ger
3 dl volgt vatn
1 tsk salt
1 tsk sykur
3 msk olía
Setjið hveitið í skál, leysið gerið upp í volgri mjólk og setjið útí hveitið ásamt salti, sykri og olíunni. Hrærið vel saman og slátið lyfta sér í amk 30 mín. Gott ráð er að útbúa deigið deginum áður og láta það lyfta sér rólega í ísskápnum.
fylling
2 msk Dijon sinnep
1 askja beikonsmurostur
2oo g skinka í sneiðum
150 g pepperoni
rifinn ostur
ofaná:
tómatasneiðar
mozzarella ostur rifinn
maldon salt
pipar
Fletjið deigið út og skiptið í tvær lengjur. Smyrjið þunnu lagi af Dijon sinnepi í miðjuna, setjið skinkusneiðar, beikonost, pepperoni og rifinn ost þar ofan á. Lokið með því að leggja deigið yfir fyllinguna, klípið deigið vel saman svo það opnist ekki í bakstrinum (einnig á endunum).
Setjið ofaná tómatsneiðar, mozarellaost, salt og nýmulinn pipar.
bakið í ca 30 mín við 180-190 gráður
— HALLDÓRA EIRÍKSD — VESTMANNAEYJAR — BRAUÐ —
.