Hafragrautur – hin klassíska uppskrift úr Við matreiðum
Þrátt fyrir alla tískustrauma heldur hafragrauturinn nokkuð velli. Hann er einfaldur, trefjaríkur og þægilegur að útbúa; haframjöl + vatn + salt.
Það má setja ýmislegt saman við hafragrautinn, eða út á hann, eins og kanil, kakó, hveitiklíð, fræ, möndlur, ávextir (ferska og þurrkaða). Hér er grunnuppskrift að hafragraut.
— VIÐ MATREIÐUM — MORGUNMATUR — HAFRAMJÖL —
.
Hafragrautur
2 dl haframjöl
6 dl vatn
1/2 – 1 tsk salt
Hrærið haframjölið út í heitu eða köldu vatni, saltið og sjóðið í 3-5 mín. Borðið með mjólk
Uppskriftin er úr bókinni Við matreiðum
Hafra er fyrst getið á Tímarit.is í Framfara frá 1878:
Haframjölsgrautar og mjólk er talin einhver hin hollasta fæða, hvort sem er fyrir erfiðismann eða þann sem ekki vinnur. Háskotar lifa mest matar á hafragrautnum og eru einhverjir karlmannlegustu og hraustustu menn.
.
— VIÐ MATREIÐUM — MORGUNMATUR — HAFRAMJÖL –
.