Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin carne - Grænmetispottréttur gunna stína ármann sirrý elín lilja með chili grasker laukur paprika baunir
Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin Carne – Grænmetispottréttur með chili

Grasker er ótrúlega gott, það má nota í hina ýmsu grænmetisrétti og svo er til fræg baka sem heitir Pumpkin pie – hér má sjá netsíðu með hundrað hugmyndum um nýtingu á graskeri.  Nema hvað, Gunna Stína var að tala um mat um daginn (eins og oft áður), meðal annars chili sin carne sem bragðaðist einstaklega vel. Hún útvegaði mér uppskriftina.  Ég átti svolítið af soðnu bankabyggi og setti saman við pottréttinn rétt áður en hann var borinn fram.

.

GUNNA STÍNAGRASKER  — GRÆNMETISRÉTTIR — CHILINÝRNABAUNIR

.

Chili sin Carne – Grænmetispottréttur með chili

2 msk góð olía
2 laukar, saxaðir
2-3 hvítlauksgeirar saxaðir
1 rauð paprika, söxuð
1 græn paprika, söxuð
1 sæt kartafla (ca 500g)
1 grasker
1/2 – 1 grænt chili, saxað
1-2 msk kóriander saxað
1 msk kummín
1 dós saxaðir tómatar
2 msk tómatmauk
3 dl vatn
salt og pipar
1 dós nýrnabaunir

Léttsteikið lauk í olíunni og bætið hvítlauk við. Skerið sæta kartöflu og grasker í munnbita og bætið út í. Látið allt krydd saman við, ásamt tómötum, tómatmauki, vatni, salti og pipar og látið malla í um 25 mín. Hellið mesta safanum af nýrnabaununum og bætið þeim út í. Sjóðið áfram í um 10 mín.

Berið fram með hýðisgrjónum.

Ármann, Sirrý og Sigurjón snæða Chili sin carne
Ármann, Sirrý og Sigurjón snæða Chili sin carne
Elín Lilja

.

GUNNA STÍNAGRASKER  — GRÆNMETISRÉTTIR — CHILINÝRNABAUNIR

— CHILI SIN CARNE —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Don Giovanni terta

Don Giovanni terta

Don Giovanni terta. Ætli megi ekki segja að Margrét Eggertsdóttir söngkona hafi verið ókrýnd tertudrottning Íslands á sinni tíð. Margrét notaði uppskriftir lítið, enda með hafsjó af reynslu og upplýsingum í kollinum. Margir föluðust eftir uppskriftum, en með bros á vör bauðst hún gjarnan til að koma frekar með tertur í veisluna, enda væri lítið mál að gera þetta „með vinstri hendina út um gluggann“, en glens og góðlátlegur húmor var aldrei langt undan þegar Margrét var annars vegar.

Riz à l’amande eftirréttur

Riz à l'amande eftirréttur

Riz à l'amande eftirréttur. Í gamla daga þótti mikil upphefð fyrir ungar stúlkur að komast á kvennaskóla í Kaupmannahöfn. Stuðmannasöngkonan unglega Ragnhildur Gísladóttir sagði mér frá þessum eftirrétti en hann kom með ungri íslenskri stúlku til landsins fyrir langa langa löngu.