Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin carne - Grænmetispottréttur gunna stína ármann sirrý elín lilja með chili grasker laukur paprika baunir
Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin Carne – Grænmetispottréttur með chili

Grasker er ótrúlega gott, það má nota í hina ýmsu grænmetisrétti og svo er til fræg baka sem heitir Pumpkin pie – hér má sjá netsíðu með hundrað hugmyndum um nýtingu á graskeri.  Nema hvað, Gunna Stína var að tala um mat um daginn (eins og oft áður), meðal annars chili sin carne sem bragðaðist einstaklega vel. Hún útvegaði mér uppskriftina.  Ég átti svolítið af soðnu bankabyggi og setti saman við pottréttinn rétt áður en hann var borinn fram.

.

GUNNA STÍNAGRASKER  — GRÆNMETISRÉTTIR — CHILINÝRNABAUNIR

.

Chili sin Carne – Grænmetispottréttur með chili

2 msk góð olía
2 laukar, saxaðir
2-3 hvítlauksgeirar saxaðir
1 rauð paprika, söxuð
1 græn paprika, söxuð
1 sæt kartafla (ca 500g)
1 grasker
1/2 – 1 grænt chili, saxað
1-2 msk kóriander saxað
1 msk kummín
1 dós saxaðir tómatar
2 msk tómatmauk
3 dl vatn
salt og pipar
1 dós nýrnabaunir

Léttsteikið lauk í olíunni og bætið hvítlauk við. Skerið sæta kartöflu og grasker í munnbita og bætið út í. Látið allt krydd saman við, ásamt tómötum, tómatmauki, vatni, salti og pipar og látið malla í um 25 mín. Hellið mesta safanum af nýrnabaununum og bætið þeim út í. Sjóðið áfram í um 10 mín.

Berið fram með hýðisgrjónum.

Ármann, Sirrý og Sigurjón snæða Chili sin carne
Ármann, Sirrý og Sigurjón snæða Chili sin carne
Elín Lilja

.

GUNNA STÍNAGRASKER  — GRÆNMETISRÉTTIR — CHILINÝRNABAUNIR

— CHILI SIN CARNE —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Epli með heslihnetu-loki – dásamlega góð kaka

Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki. Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat" hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.

Eru (brún)egg ofmetin?

eggsubstitutions

Eru (brún)egg ofmetin? Brún egg eru ekki hollari en önnur egg og næringargildin eru þau sömu. Eggin verða ekki brún við það að hænurnar ganga frjálsar eða eru „vistvænar".

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka. Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu."

Rjómakaramella

Rjómakaramella - myndband. Eitt það skemmtilegast sem ég gerði í eldhúsinu þegar ég var lítill var að útbúa karamellur. Það telst nú kannski ekki æskilegt í nútímanum að leyfa börnum að stússast við slíkt enda er brendur sykur mjög hættulegur.