Rauðrófusalat – (rauðrófur eru kynörvandi)

Rauðrófusalat epli gulrætur rauðrófur Rauðrófusalat – (rauðrófur eru kynörvandi)

Rauðrófusalat. Hætti aldrei að dásama rauðrófur, þær eru járnríkar, hollar og afar bragðgóðar. Forngrikkir notuðu rauðrófur til að eyða hvítlaukslykt eftir matinn og Rómverjar trúðu því að rauðrófur örvuðu kynhvötina.

RAUÐRÓFURSALÖT —

Rauðrófusalat

1 stór rauðrófa

3 gulrætur

2 græn epli

1 stórt avókadó

1 dl rúsínur

2 cm bútur af fersku engiferi

safi úr einni sítrónu

1 msk góð olía

Rífið rauðrófur, gulrætur, epli og engifer með rifjárni (eða rífið í matvinnsluvélinni) og setjið í skál. Brytjið avokadó og blandið saman við ásamt rúsínum. Kreistið safann úr sítrónunni, blandið honum saman við olínua og hellið yfir salatið. Blandið vel saman og geymið í ísskáp í um klst.

Rauðrófur hollusta hollar

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Sómakonur í heimsókn. Í miklum önnum er skipulagið mikilvægt ef ekki mikilvægast. Það er frábær kostur fyrir störfum hlaðið fólk, sem vill halda veislu með sem minnstri fyrirhöfn, að fá senda heim veislubakka. Þetta reyndum við á dögunum þegar Árdís systir mín og hennar vinkonur komu hingað með stuttum fyrirvara.

Haframjölskaka

Haframjölskaka

Haframjölskaka. Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Sætabrauðsdrengjunum að mæður þeirra bjóða í kaffi. Móðir Hlöðvers bauð í kaffi þegar haldin var söngskemmtun í Siglufjarðarkirkju. Mjúk og góð kaka sem rann ljúflega niður.