Auglýsing
Hulda Steinunn steinsdóttir og Jón Freysteinn jónsson ítalía Antipasto, Pasta, Primo, Contorno og Dolce ítalskur matur pasta
Jón Freysteinn og Hulda Steinunn

Ítalskur veislumatur

Hulda Steinunn er nýlega flutt heim eftir nám á Ítalíu og Jón Freysteinn bjó þar á barnsaldri. Þau heilluðust að ítölskum mat, matarhefðum og góðum veitingastöðum. Bæði þegar við Bergþór fórum fyrst til Rómar og þegar við fórum seinna með hóp í sælkeraferð þangað fengum við fjölmargar gagnlegar upplýsingar hjá þeim hvert við ættum að fara og fleira. Antipasto, Pasta, Primo, Contorno og Dolce hljómar svo vel 🙂

.

Auglýsing

HULDA STEINUNN / JÓN FREYSTEINNÍTALÍAPASTASALTFISKUR

.

Bruschetta

Bruschetta

-Baguette
-Hvítlaukur
-Tómatar
-Ólífuolía
-Basil
-Salt
-Pipar

Saxið niður tómata og basil, blandið saman í skál með ólífuolíu, salti og pipar.
Skerið þunnar sneiðar af baguette og ristið. Borið fram með hvítlauksrifum. Nuddið hvítlauk á brauðið eftir smekk og setjið tómatblönduna ofaná.
Hægt er að útbúa blönduna fram í tímann og geyma í ísskáp (2-4 tímum áður en borið er fram).

Tagliatelle del Magnifico

Tagliatelle del Magnifico

400 g Ferst pasta tagliatelle / fettuccine
250 ml rjómi
Rifin börkur ½ appelsínu
Rifin börkur ½ sítrónu
12 mintulauf
5 cl koníak
100 g Parmesan
salt

Sjóðið vatn og saltið vel.
Hitið rjóma, appelsínubörk, sítrónubörk, mintu og cognac á pönnu við miðlungs hita. Bætið pastanu á pönnuna þegar það er soðið (2-3 mín fyrir ferskt pasta) ásamt rifnum parmesan. Sé sósan of þykk skaltu bæta smá pasta vatni saman við.

Baccala` trasteverina

Baccala` trasteverina

-Saltfiskur
-Hveiti
-Laukur
-Hvítlaukur
-Kapers
-Ansíósur
-Sultanas (ljósar rúsínur)
-Furuhnetur
-Steinselja
-Ólífuolía
-Salt
-Pipar

Þurrkaðu fiskbitana og veltu uppúr hveiti. Hitaðu pönnu á háum hita með ólífuolíu. Steiktu fisk þar til gullinbrúnn og leggðu í eldfast mót. Lækkaðu hitann á pönnunni niður í meðalhita og steiktu lauk og hvítlauk þar til hann verður mjúkur. Bætið saman við kapers, sultanes, furuhnetum og nokkrum ansjósum. Eftir nokkrar mín á pönnunni setjið yfir fiskinn og fatið inn í ofn á 220°C í nokkrar mín til að hita í gegn.

Spínatmaukið er til vinstri

Spínat

-Spínat
-Ólífuolía
-Chili flögur
-Salt
-Pipar

Hitið stóra pönnu með ólífuolíu. Setjið spínatið á pönnuna og steikið þar til það hefur minnkað mikið, bætið þá salti, pipar og chili flögum.

Lime-, kókos- og rommís

Lime-, kókos- og rommís. Uppskrift fyrir 4-6 manns

200 ml rjómi
400 ml kókosmjólk
150 g sykur
75 ml limesafi
rifinn börkur af 2 lime
2 msk romm

Í þessari uppskrift er notast við ísgerðarskál, setja skal skálina í frysti daginn áður. Setjið rjóma, kókosmjólk og 100 g af sykri í pott. Hitið þar til sykurinn hefur leyst upp, kælið þá og frystið. Setjið 50 g af sykri, lime safann og börkinn í pott. Hitið þar til sykurinn hefur bráðnað, lækkið þá hitann þar til sýrópið hefur þykknað örlítið, kælið þá og frystið.

Þegar báðar blöndurnar eru hálffrostnar, blandið þeim þá saman í hrærivélaskál á meðalhraða, þar til þær hafa blandast vel saman og bætið romminu saman við. Hellið blöndunni í ísgerðarskálina og hrærið á lágum hraða þar til blandan er næstum því stíf. Setjið í ílát og geymið í frysti yfir nótt áður en ísinn er borinn fram.

Vínið með matnum
Hulda og Jón útbúa Bruschettur
Hulda skenkir víninu
Baccala` trasteverina
Ljúffengur pastaréttur

.

HULDA STEINUNN / JÓN FREYSTEINNÍTALÍAPASTASALTFISKUR

— ÍTALSKUR VEISLUMATUR —

.