Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin carne - Grænmetispottréttur gunna stína ármann sirrý elín lilja með chili grasker laukur paprika baunir
Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin Carne – Grænmetispottréttur með chili

Grasker er ótrúlega gott, það má nota í hina ýmsu grænmetisrétti og svo er til fræg baka sem heitir Pumpkin pie – hér má sjá netsíðu með hundrað hugmyndum um nýtingu á graskeri.  Nema hvað, Gunna Stína var að tala um mat um daginn (eins og oft áður), meðal annars chili sin carne sem bragðaðist einstaklega vel. Hún útvegaði mér uppskriftina.  Ég átti svolítið af soðnu bankabyggi og setti saman við pottréttinn rétt áður en hann var borinn fram.

.

GUNNA STÍNAGRASKER  — GRÆNMETISRÉTTIR — CHILINÝRNABAUNIR

.

Chili sin Carne – Grænmetispottréttur með chili

2 msk góð olía
2 laukar, saxaðir
2-3 hvítlauksgeirar saxaðir
1 rauð paprika, söxuð
1 græn paprika, söxuð
1 sæt kartafla (ca 500g)
1 grasker
1/2 – 1 grænt chili, saxað
1-2 msk kóriander saxað
1 msk kummín
1 dós saxaðir tómatar
2 msk tómatmauk
3 dl vatn
salt og pipar
1 dós nýrnabaunir

Léttsteikið lauk í olíunni og bætið hvítlauk við. Skerið sæta kartöflu og grasker í munnbita og bætið út í. Látið allt krydd saman við, ásamt tómötum, tómatmauki, vatni, salti og pipar og látið malla í um 25 mín. Hellið mesta safanum af nýrnabaununum og bætið þeim út í. Sjóðið áfram í um 10 mín.

Berið fram með hýðisgrjónum.

Ármann, Sirrý og Sigurjón snæða Chili sin carne
Ármann, Sirrý og Sigurjón snæða Chili sin carne
Elín Lilja

.

GUNNA STÍNAGRASKER  — GRÆNMETISRÉTTIR — CHILINÝRNABAUNIR

— CHILI SIN CARNE —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.