Franskt kræklingasalat
Í „franskri veislu” hér á dögunum var kræklingasalat í forrétt. Það er ágætt að láta salatið standa í nokkrar klukkustundir áður en það er borðað (ekki í ísskáp). Ef þið notið niðursoðinn krækling blandið honum síðast saman við, hann á það til að fara í sundur þegar maður hrærir í salatinu.
— FRAKKLAND — KRÆKLINGUR — SALÖT —
.
Franskt kræklingasalat
6 kartöflur
1 stórt avókadó
1 kg ferskur kræklingur eða 300 g niðursoðinn
1 dl rækjur
2-3 gulrætur, skornar í sneiðar
3 msk góð matarolía
1 msk edik
salt og pipar
steinselja
selleríblöð
grænt salat
Sjóðið kartöflurnar og látið þær kólna lítið eitt. Skerið þær í bita ásamt avókadóinu. Blandið öllu saman og látið standa í amk 1 klst.
— FRAKKLAND — KRÆKLINGUR — SALÖT —
.