Mexíkósk kjúklingasúpa

Mexíkósk kjúklingasúpa, mexíkó AKRANES SÚPA
Mexíkósk kjúklingasúpa

Mexíkósk kjúklingasúpa

Í blaði á dögunum sá ég þessa líka fínu uppskrift frá matar- eða saumaklúbbi á Akranesi. Súpan er afar bragðgóð. Neðst í uppskriftinni stendur: Þessi súpa gleður mig mjög mikið og mér finnst ótrúlega huggulegt að standa við eldavélina og dúlla mér við súpugerð. Ilmurinn um heimilið er líka dásamlegur á meðan. Hún er svolítið sterk svo ég mæli með að þið smakkið hana til.

MEXÍKÓSÚPURKJÚKLINGURAKRANES

.

Mexíkósk kjúklingasúpa

4 kjúklingabringur

3 paprikur (rauð, gul og græn)

2 gulrætur

1/2 blaðlaukur

2 hvítlauksgeirar

1 laukur

1/2 rautt chili, fræhreinsað og skorið smátt

5 msk góð olía

2 ds saxaðir tómatar

kjúklingakraftur

2-3 msk karrý

1,5 l vatn

1 /4 l rjómi

1 ds tómatpúrra

200 g Philadelphia ostur með sweet chili

salt og pipar

Hitið olíu á pönnu við vægan hita, saxið grænmetið smátt og steikið stutta stund á pönnunni. Setjið grænmetið í stóran pott, bætið vatninu, tómatpúrru, karríi, kjúklingakrafti og tómötum saman við og látið malla á meðan þið steikið kjúklinginn.

Skerið kjúklinginn í litla bita, steikið í olíu á pönnu í smá stund. Kryddið með kjúklingakryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum við súpuna og látið sjóða við vægan hita í 10-15 mín. Að lokum fer rjóminn og rjómaosturinn saman við.

Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og nachos-flögum, sem hver og einn bætir á sinn disk eftir smekk.

MEXÍKÓSÚPURKJÚKLINGURAKRANES

— MEXÍKÓSK KJÚKLINGASÚPA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum

Súkkulaðismákökur með hnetum

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum. Nú er ég algjörlega að missa mig í súkkulaðinu, ofurgóða súkkulaðinu. Í þessar kökur má nota hvaða tegund af hnetum sem fólk vill, ber eða fræ. Njótið vel með kaffi eða ís eða……

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum. Ótrúlega litfagurt salat og hollt. Salatið getur bæði verið meðlæti og sér réttur. Það er einnig kjörið á hlaðborð. Auður Gunnarsdóttir kom með salatið í Pálínuboð starfsfólks Óperunnar sem leggur nú lokahönd á óperuna Mannsröddina. Þar fer Auður ásamt Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu með aðalhlutverkin. Elva Ósk útbjó fyrir sama tilefni Döðlunammi