Franskt kræklingasalat

Franskt kræklingasalat kræklingur salat kartöflur bláskel avókadó gulrætur frakkland franskur matur franskt
Franskt kræklingasalat

Franskt kræklingasalat

Í „franskri veislu” hér á dögunum var kræklingasalat í forrétt. Það er ágætt að láta salatið standa í nokkrar klukkustundir áður en það er borðað (ekki í ísskáp). Ef þið notið niðursoðinn krækling blandið honum síðast saman við, hann á það til að fara í sundur þegar maður hrærir í salatinu.

FRAKKLANDKRÆKLINGURSALÖT

.

Franskt kræklingasalat

6 kartöflur

1 stórt avókadó

1 kg ferskur kræklingur eða 300 g niðursoðinn

1 dl rækjur

2-3 gulrætur, skornar í sneiðar

3 msk góð matarolía

1 msk edik

salt og pipar

steinselja

selleríblöð

grænt salat

Sjóðið kartöflurnar og látið þær kólna lítið eitt. Skerið þær í bita ásamt avókadóinu. Blandið öllu saman og látið standa í amk  1 klst.

Frönsk veisla

FRAKKLANDKRÆKLINGURSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vatnsskortur – drekkum vatn

VATNSSKORTUR. Það er víst aldrei of oft hvatt til vatnsdrykkju, þurrkur í líkamanum getur t.d. komið fram sem höfuðverkur. Hér er grein á síðunni htveir.is, um áhrif vatnsskorts.

Matarborgin Prag

Matarborgin Prag. Eitt af því skemmtilegasta sem ég veit er að prófa nýja rétti og bragða fjölbreyttan mat í ólíkum löndum. Eftir ævintýralega skemmtilega ferð til Búdapest vorum við beðnir af Heimsferðum að fara í nokkrar borgarferðir og leggja áherslu á það besta í mat sem hver borg hefur uppá að bjóða.

Tékkar eru meðal annars frægir fyrir bjór, við gerðum hins vegar tékkneskum mat skil og nutum frá morgni til kvölds.  Nútímafólk fylgist með hinum ýmsum síðum á netinu þar sem gestir skrá athugasemdir sínar og gefa veitingastöðum og kaffihúsum stjörnur, einkunnir eða umsagnir. Þetta er góð aðferð því daglega breytast einkunnir og annað eftir því sem fleiri skrifa færslur.

Fyrri færsla
Næsta færsla