Kartöflugratín

Gratineraðar kartöflur kartöflugratín GRÁÐOSTUR gráðaostur bökunarkartöflur venjulegar kartöflur rjómi gratín meðlæti með lambakjöti lambi
Gratineraðar kartöflur

Gratineraðar kartöflur

Gratineraðar kartöflur eru góðar með hinum ýmsu réttum, til dæmis lambasteik. Stundum blanda ég saman bökunarkartöflum og venjulegum. Ostaenda er upplagt að frysta og rífa yfir. Kartöflugratínið verður enn betra með því að rífa örlítið af gráðaosti yfir. Talandi um gráðaost…. þið sem viljið hann á pitsurnar ykkar en verið pirruð yfir því hversu klístraður hann er og erfitt að mylja hann yfir pitsuna, gott er að rífa frosinn gráðaost með rifjárni beint yfir hana.

— KARTÖFLUR — GRATÍNGRÁÐAOSTUR

.

Gratineraðar kartöflur

2-3 bökunarkartöflur
1 laukur
3 hvítlauksrif
1/4 l rjómi
salt og pipar
1-2 dl rifinn ostur.

Flysjið kartöflurnar, skerið þær í tvennt (langs) og í þunnar sneiðar. Skerið laukinn í þunnar sneiðar, merjið hvítlauksrifin. Blandið vel saman og setjið í eldfast form. Kryddið með salti og pipar og hellið rjómanum yfir. Dreifið rifna ostinum yfir. Bakið í 150° heitum ofni í 50-60 mín.

— KARTÖFLUR — GRATÍNGRÁÐAOSTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fermingarundirbúningur, -gjafir og nokkur góð ráð fyrir fermingarbörn, foreldra og aðra

Fermingarundirbúningur, -gjafir og nokkur góð ráð fyrir fermingarbörn, foreldra og aðra. Það er að mörgu að huga varðandi fermingarundirbúning og fermingarveislur. Það er eins með fermingar veislur og aðrar veislur: Skipulagið er mikilvægt og allur undirbúningur. Í mínu ungdæmi var oft talað um að við fermingu væru börnin komin í tölu fullorðinna. Nú er sem betur fer öldin önnur og börnin fá að vera börn áfram.

Veitingastaðurinn Burro – einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill

Veitingastaðurinn Burro - einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill. Burro Tapas + steak. Mið- og suðuramerískur smáréttastaður með frábærum Latin steikum. Bragðgóður, litfagur matur sem fer vel í munni og maga. Líflegur Burro öðruvísi en allir aðrir staðir, stórfín viðbót við fyrirmyndar veitingastaðaflóru landsins með ljúfa og góða þjónustu.

Fyrri færsla
Næsta færsla