Jólakort í nútímasamfélagi

Jólakort gleðja JÓLAKORT Í NÚTÍMASAMFÉLAGI jól jólin
Jólakort gleðja

Jólakort í nútímasamfélagi

Allt er breytingum háð, líka siðir og venjur sem tengjast jólahaldi. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur dregið verulega úr jólakortasendingum. Öllum finnst gaman að fá jólakort með hlýjum kveðjum og jafnvel myndum og fréttum af fjölskyldumeðlimum. Það má hins vegar ekki vera kvöð að senda jólakort, hvatningin verður að koma frá hjartanu. Betra er að senda færri kort með einlægri kveðju en mörg þökkum-liðið-kort. Það er undir okkur sjálfum komið hvort sá fallegi siður að senda jólakort leggst af.

JÓLINJÓLAKORT

.

Eins og sjá má eru vinir okkar afar frjálslegir þegar kemur að utanáskriftinni.

— JÓLAKORT Í NÚTÍMASAMFÉLAGI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eggjahvítukökur

Eggjahvítukökur

Eggjahvítukökur. Þegar ég tók saman listann fyrir vinsælustu smákökurnar gerði ég mér grein fyrir, mér til mikillar undrunar, að uppáhaldssmákökurnar mínar hafa aldrei birst á þessari síðu. Það var nú þannig í minni barnæsku, þegar búið var að baka tíu eða fimmtán tegundir til jólanna, þá rýrnaði innihaldið í sumum kökudunkunum.... Ég játa það hér og nú að það var ég sem var valdur af því að eggjahvítukökurnar voru stundum búnar þegar jólin loks runnu upp. Það var samt vinsælast að laumast í kornflexkökurnar. Mamma sá við okkur og útbjó þær að kvöldi Þorláksmessu :)