Grænmetispasta

Grænmetispasta í ofni
Grænmetispasta í ofni

Grænmetispasta í ofni.  Yfir pastað hellti ég góðum slatta af olíu yfir þegar ca 10 mín voru eftir af eldunartímanum í ofninum – já og svo setti ég sætar kartöflur saman við líka. Fínasti réttur sem borinn var fram með salati (isberg, kínakál, kíví, tómatar, spergilkál, blómkál, sítrónusafi og olía).

Grænmetispasta í ofni

300 g pasta

3 msk ólífuolía

1 paprika, í bitum

1/2 blaðlaukur, í sneiðum

1 laukur, fínsaxaður

2 hvítlauksrif, marin

2 msk tómatpúrra

1 dós niðursoðnir tómatar

1 dl vatn

2 msk balsamedik

1 msk hunang

1/2 tsk chiliflögur

1 msk oregano, þurrkað

1 tsk salt

svartur pipar

185 gr rjómaostur

125 g ostur, rifinn

Hitið ofninn í 170°C.

Sjóðið pastað skv leiðbeiningum á pakkanum.

Skerið niður allt grænmetið og steikið í olíu á pönnunni við meðalhita. Hrærið í annað slagið, steiktið í um 8 mínútur eða þar til laukurinn verður gullinn og allt fer að mýkjast.

Bætið þá við tómatpúrru, tómötunum, vatni, balsamedik, hunangi, chiliflögum, oregano og salti og pipar ásamt rjómaostinum. Látið malla í 12-15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.

Hellið pastanu í eldfast mót, sósunni yfir og blandaðu vel saman. Stráið rifna ostinum yfir og bakið í ofninum í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.

FLEIRI PASTARÉTTIR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Stór eða lítil eyru?

Eyru

Stór eða lítil eyru? Þegar búið er að virða fyrir sér líkamann í heild, er oft fróðlegt að athuga eyrun. Menn með stór eyru eru oft gefnir fyrir grænmeti og fyrirferðamikinn mat. Smáeyrður maður vill oftast heldur kjöt og aðra kjarnmikla fæðu.

Pistasíu- og granateplaterta

Pistasíu- og granateplaterta. Sú hefð hefur myndast hér að baka páskatertu ársins. Á hverju ári bökum við nýja tertu sem hlýtur sæmdartitilinn Páskaterta ársins. Hér má sjá lista yfir páskatertur síðustu ára Að þessu sinni er það undurgóð pistasíu- og granateplaterta. Guð minn góður hvað þessi terta er ljúffeng og það sem meira er: Daginn eftir er hún enn betri. Gleðilega páska

SaveSave

SaveSave

SaveSave