Grænmetispasta

Grænmetispasta í ofni
Grænmetispasta í ofni

Grænmetispasta í ofni.  Yfir pastað hellti ég góðum slatta af olíu yfir þegar ca 10 mín voru eftir af eldunartímanum í ofninum – já og svo setti ég sætar kartöflur saman við líka. Fínasti réttur sem borinn var fram með salati (isberg, kínakál, kíví, tómatar, spergilkál, blómkál, sítrónusafi og olía).

Grænmetispasta í ofni

300 g pasta

3 msk ólífuolía

1 paprika, í bitum

1/2 blaðlaukur, í sneiðum

1 laukur, fínsaxaður

2 hvítlauksrif, marin

2 msk tómatpúrra

1 dós niðursoðnir tómatar

1 dl vatn

2 msk balsamedik

1 msk hunang

1/2 tsk chiliflögur

1 msk oregano, þurrkað

1 tsk salt

svartur pipar

185 gr rjómaostur

125 g ostur, rifinn

Hitið ofninn í 170°C.

Sjóðið pastað skv leiðbeiningum á pakkanum.

Skerið niður allt grænmetið og steikið í olíu á pönnunni við meðalhita. Hrærið í annað slagið, steiktið í um 8 mínútur eða þar til laukurinn verður gullinn og allt fer að mýkjast.

Bætið þá við tómatpúrru, tómötunum, vatni, balsamedik, hunangi, chiliflögum, oregano og salti og pipar ásamt rjómaostinum. Látið malla í 12-15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.

Hellið pastanu í eldfast mót, sósunni yfir og blandaðu vel saman. Stráið rifna ostinum yfir og bakið í ofninum í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.

FLEIRI PASTARÉTTIR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.