Maríukaka

Maríukaka

Maríukaka, ekki veit ég við hvaða Maríu þessi kaka er kennd. Sjöfn kom með kökuna í síðasta síðdegiskaffi. Það er passlegt að fá sér litla sneið af þessari annars ágætu köku 🙂

Maríukaka

3 egg

1 dl sykur

4 msk smjör

100 g gott dökkt súkkulaði

1 tsk salt

1 tsk vanilludropar

1 1/2 dl hveiti

 

ofan á kökuna:

4 msk smjör

1/2 dl púðursykur

3 msk rjómi

1 pk pecanhnetur

100 g gott dökkt súkkulaði

Þeytið vel saman egg og sykur. Bræðið súkkulaðið og smjör varlega saman og bætið þurrefnunum saman við ásamt eggjahrærunni. Bakið við 175° í 17 mín

Hitið í potti smjör, púðursykur og rjóma. Bætið hnetunum á kökuna, hellið púðursykurbráðinni yfir kökuna og bakið áfram í 17 mín.

saxið súkkulaðið og stráið því yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum.

Maríukaka María kaka terta kaffimeðlæti pekan hnetur súkkulaði Sjöfn

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur. Í vetur fékk ég slæmt skessuskot og ekkert virkaði til að losna almennilega við það. Var búinn að prófa öll trixin mín sem hingað til hafa virkað en það var alltaf örlítill verkur. Næstum því á förnum vegi hitti ég Láru Stefánsdóttur dansara og pílateskennara og við tókum tal saman. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég farið til hennar í nokkur skipti og er endurnærður eftir Pílatestímana.

Milljónabomba – bara ekki nokkur leið að hætta

Milljónabomba

Milljónabomba. Ó þetta er svo góður réttur, einn af þeim sem erfitt er að hætta að borða - þið vitið þegar maður nartar smávegis og svo aðeins meira.... Botninn í þessum undurgóða eftirrétti, sem er alveg milljón, er sá sami og í tiramisu. Munið bara að hafa kaffið sterkt, já og svo er ágætt að hafa mascarpone við stofuhita. Þannig er auðveldara að þeyta hann. Hugsið ykkur ekki tvisvar um, byrjið núna.

Villuterta

Villuterta. Nöfnum nokkurra mikilmenna hefur verið haldið á lofti, löngu eftir dauða þeirra, með því að nefna uppskriftir eftir þeim. Má þar nefna Sörur, svínakjötsréttur Maós formanns, Pavlovur, Melba ferskjur og Margherita pitsuna. Ef til vill höfum við einhver dæmi um þetta á Íslandi en það dæmi sem ég þekki best er að mamma nefndi ægigóða tertu eftir Vilborgu systur minni: Villuterta. Mjög góð terta sem öllum líkar vel. Til að forðast misskilning þá er Vilborg sprelllifandi