Auglýsing

Maríukaka

Maríukaka, ekki veit ég við hvaða Maríu þessi kaka er kennd. Sjöfn kom með kökuna í síðasta síðdegiskaffi. Það er passlegt að fá sér litla sneið af þessari annars ágætu köku 🙂

Auglýsing

Maríukaka

3 egg

1 dl sykur

4 msk smjör

100 g gott dökkt súkkulaði

1 tsk salt

1 tsk vanilludropar

1 1/2 dl hveiti

 

ofan á kökuna:

4 msk smjör

1/2 dl púðursykur

3 msk rjómi

1 pk pecanhnetur

100 g gott dökkt súkkulaði

Þeytið vel saman egg og sykur. Bræðið súkkulaðið og smjör varlega saman og bætið þurrefnunum saman við ásamt eggjahrærunni. Bakið við 175° í 17 mín

Hitið í potti smjör, púðursykur og rjóma. Bætið hnetunum á kökuna, hellið púðursykurbráðinni yfir kökuna og bakið áfram í 17 mín.

saxið súkkulaðið og stráið því yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum.

Maríukaka María kaka terta kaffimeðlæti pekan hnetur súkkulaði Sjöfn

1 athugasemd

  1. Þættinum barst bréf:
    Hæ, hæ ég prófaði einmitt Maríukökuna um helgina. Var aðeins fljótfær og búin að skella súkkulaði út í karmellusósuna áður en ég vissi af 😉 Mér er einhvern veginn ekki sjálfrátt nálægt súkkulaði. En mér finnst kakan dúndurgóð með rjóma

Comments are closed.