Auglýsing
sætur kókos sætt kókosmjöl kókosmjöl (sweetened coconut flakes Kókoskaramellukökur Smákökusamkeppni kornax
Kókoskaramellukökur

Kókoskaramellukökur. Þessar dásamlegu smákökur urðu í fyrsta sæti í smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax í ár.  Bökum fyrir jólin

Kókoskaramellukökur

Kökur:

180 g smjör, mjúkt

1/2 b sykur

2 b hveiti

1/4 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1/2 tsk vanilludropar

1 msk mjólk

Kókostoppur:

300 g sætur kókos (má blanda venjulegum og sætum saman til helminga)

Ofan á:

320 g Nóa Síríus töggur

1 tsk smjör

Hitið ofninn í 180 ° Hrærið smjör og sykur saman þar til það er létt og kremkennt. Blandið þurrefnum út í og síðast vanilludropum og hnoðið saman. Bætið mjólk saman við ef þarf, ekki er víst að þess þurfi, deigið ´aekki að vera mjög klístrað, þannig að hægt sé að fletja það út. Fletjið deigið út á hveitistráðu borði (u.þ.b. 1/2 cm á þykkt). Stingið út kökur með piparkökuformi og gerið gat í miðjuna. Raðið á ofnplötu klædda bökurnarpappír og bakið kökurnar í 10-12 mín. Kælið

Bræðið töggurnar með rjómanum yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofninum. Hrærið kókosnum út í og dreifið honum yfir kökurnar.

Bræðið súkkulaði með smjöri. hjúpið botninn á hverri köku með því að dýfa þeim í súkkulaðið. Skreytið kökkurnar með afganginum af súkkulaðinu

Sætur kókos fæst í Hagkaup

Smákökusamkeppni kornax Margrét Theódóra Jónsdóttir

Kökublað Gestgjafans 2012 bls 71. 1 sæti í smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax. Höfundur: Margrét Theódóra Jónsdóttir

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Sæll. Líst vel á þessar og ætla að prófa fyrir jólin. Langar að vita hvað “sætur” kókos er??

Comments are closed.