Auglýsing
Grænmetispasta í ofni
Grænmetispasta í ofni

Grænmetispasta í ofni.  Yfir pastað hellti ég góðum slatta af olíu yfir þegar ca 10 mín voru eftir af eldunartímanum í ofninum – já og svo setti ég sætar kartöflur saman við líka. Fínasti réttur sem borinn var fram með salati (isberg, kínakál, kíví, tómatar, spergilkál, blómkál, sítrónusafi og olía).

Grænmetispasta í ofni

Auglýsing

300 g pasta

3 msk ólífuolía

1 paprika, í bitum

1/2 blaðlaukur, í sneiðum

1 laukur, fínsaxaður

2 hvítlauksrif, marin

2 msk tómatpúrra

1 dós niðursoðnir tómatar

1 dl vatn

2 msk balsamedik

1 msk hunang

1/2 tsk chiliflögur

1 msk oregano, þurrkað

1 tsk salt

svartur pipar

185 gr rjómaostur

125 g ostur, rifinn

Hitið ofninn í 170°C.

Sjóðið pastað skv leiðbeiningum á pakkanum.

Skerið niður allt grænmetið og steikið í olíu á pönnunni við meðalhita. Hrærið í annað slagið, steiktið í um 8 mínútur eða þar til laukurinn verður gullinn og allt fer að mýkjast.

Bætið þá við tómatpúrru, tómötunum, vatni, balsamedik, hunangi, chiliflögum, oregano og salti og pipar ásamt rjómaostinum. Látið malla í 12-15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.

Hellið pastanu í eldfast mót, sósunni yfir og blandaðu vel saman. Stráið rifna ostinum yfir og bakið í ofninum í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.

FLEIRI PASTARÉTTIR