Grænmetispasta

Grænmetispasta í ofni
Grænmetispasta í ofni

Grænmetispasta í ofni.  Yfir pastað hellti ég góðum slatta af olíu yfir þegar ca 10 mín voru eftir af eldunartímanum í ofninum – já og svo setti ég sætar kartöflur saman við líka. Fínasti réttur sem borinn var fram með salati (isberg, kínakál, kíví, tómatar, spergilkál, blómkál, sítrónusafi og olía).

Grænmetispasta í ofni

300 g pasta

3 msk ólífuolía

1 paprika, í bitum

1/2 blaðlaukur, í sneiðum

1 laukur, fínsaxaður

2 hvítlauksrif, marin

2 msk tómatpúrra

1 dós niðursoðnir tómatar

1 dl vatn

2 msk balsamedik

1 msk hunang

1/2 tsk chiliflögur

1 msk oregano, þurrkað

1 tsk salt

svartur pipar

185 gr rjómaostur

125 g ostur, rifinn

Hitið ofninn í 170°C.

Sjóðið pastað skv leiðbeiningum á pakkanum.

Skerið niður allt grænmetið og steikið í olíu á pönnunni við meðalhita. Hrærið í annað slagið, steiktið í um 8 mínútur eða þar til laukurinn verður gullinn og allt fer að mýkjast.

Bætið þá við tómatpúrru, tómötunum, vatni, balsamedik, hunangi, chiliflögum, oregano og salti og pipar ásamt rjómaostinum. Látið malla í 12-15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.

Hellið pastanu í eldfast mót, sósunni yfir og blandaðu vel saman. Stráið rifna ostinum yfir og bakið í ofninum í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.

FLEIRI PASTARÉTTIR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótakaka – Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku

Gulrótakaka - Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku. Það  fer nú að vera með gulrótaköku eins og margt annað gott kaffimeðlæti, það er næstum því orðið klassískt kaffimeðlæti. Gengilbeinurnar mínar, þær Anna Kristín Sturludóttir og Snædís Agla Baldvinsdóttir bökuðu reglulega gulrótaköku á Þorgrímsstöðum í sumar.

Tarte à la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

SaveSave