Kóngssveppir með byggbrauði

Kóngssveppir með byggbrauði, steinvör, sveppir tína sveppi kolfreyjustaður Helga, Albert, Bergþór og Steinvör
Kóngssveppir með byggbrauði

Kóngssveppir með ristuðu heimabökuðu byggbrauði og parmesan

Steinvör á Kolfreyjustað bauð okkur í mat, í forrétt voru kóngssveppir – hún tók vel í að deila uppskrift og segja lítillega um kóngssveppi…

Ég byrjaði að tína sveppi fyrir þremur árum og finnst þetta svakalega gaman.  Mest tíni ég af furu-, lerkisveppum og kúalubba sem eru mjög góðir og það er mikið af þessum sveppum í skógum landsins. Kóngssveppurinn er miklu sjaldgæfari og það var stór stund fyrir mig þegar ég fann fyrsta kóngssveppinn en það var í hittifyrra. Ég var ein úti í skógi, trúði varla mínum eigin augum og sagði upphátt: “Nei, hallóóóó kóngssveppur!” og svo endaði hann á pönnunni hjá mér:)

Mér finnst kóngssveppur mjög góður eldaður á einfaldan máta svo að sveppabragðið njóti sín vel, það er hnetukeimur af þeim sem er svo góður. Eftir affrystingu þá set ég hann fyrst án olíu á vel heita pönnu og steiki í smá stund. Svo ólífuolíu og smjör út á og steikt í nokkrar mínútur. Kóngssveppur þarf 10 mínúta steikingu segja gúrúrarnir. Svo salta ég með góðu salti og pipra. Þetta er gott sem forréttur á ristað gott brauð og með parmesan. Svo er líka mjög gott að setja hann út á pasta og í ýmsa aðra rétti rétt eins og alla sveppi.

STEINVÖRÍSLENSKTSVEPPIR — KOLFREYJUSTAÐUR

.

Heimabakað byggbrauði og parmesan

4dl volgt vatn
klípa af lifandi geri, ca matskeið.
1 msk hunang
250 g íslenskt byggmjöl
350 g durum hveiti
2 tsk salt

Gerið leyst upp í vatinu og hunangið sett með. Allt hnoðað saman, ég læt hnoðarann á hrærivélinni hnoða, það er svo fljótlegt og fer ekki hveiti út um allt. Svo er plastpoki settur yfir og látið lyfta sér í 40 mín til 3 tíma, allt er gott þar á milli, lengur er líka fínt. Svo er deigið hnoðað stutt aftur, brauðið mótað, sett á plötu, látið lyfta sér í um hálftíma og bakað í ca hálftíma á 180C eða þar til brauðið er hart þegar bankað er í það.

Helga, Albert, Bergþór og Steinvör

Ég frysti sveppi á eftirfarandi máta: Eftir að ég hreinsa þá eru þeir skornir í sneiðar, settir á vel heita pönnu og steiktir án olíu eða nokkurs þar til vökvinn fer að leka úr þeim. Svo er þeim hellt á sigti og látið leka af þeim. Svo í plastpoka og í frysti. Mér finnst gott að fletja pokann út. Þeir eru líka mjög góðir þurrkaðir en mér finnst svo lítil fyrirhöfn að fyrsta þá og finnst þeir líka mjög góðir þannig.

STEINVÖRÍSLENSKTSVEPPIR — KOLFREYJUSTAÐUR

— KÓNGSSVEPPIR MEÐ BYGGBRAUÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnífur og gaffall – Hvernig á að halda á þeim?

HnifaporHnifapor saman IMG_1427

Hnífur og gaffall. Það er ánægjulegt að sjá fólk sem heldur fallega á hnífapörunum, gaffallinn í vinstri hendi og hnífurinn í þeirri hægri - hvoru tveggja inni í lófanum. Ágætt að hafa í huga að þetta eru ekki vopn - munum það. Best þykir að hafa vísifingur ofan á þeim báðum sem gefur meiri stjórn á því sem er verið að gera. Munum að setja hnífapörin ekki aftur á borðið eftir að við erum byrjuð að borða. Við borðum ávallt með bæði hníf og gaffli en skerum ekki matinn fyrst í bita til að borða eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður.

Don Giovanni terta

Don Giovanni terta

Don Giovanni terta. Ætli megi ekki segja að Margrét Eggertsdóttir söngkona hafi verið ókrýnd tertudrottning Íslands á sinni tíð. Margrét notaði uppskriftir lítið, enda með hafsjó af reynslu og upplýsingum í kollinum. Margir föluðust eftir uppskriftum, en með bros á vör bauðst hún gjarnan til að koma frekar með tertur í veisluna, enda væri lítið mál að gera þetta „með vinstri hendina út um gluggann“, en glens og góðlátlegur húmor var aldrei langt undan þegar Margrét var annars vegar.

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu. Verð nú bara að fá að deila því með ykkur að ég fékk senda þessa dásamlegu matarmiklu körfu frá Búrinu. Þara er stórt stykki af Gráðaosti, Sandeman portvín (það má víst ekki segja Púrtvín lengur), einhverri dásamlegri fíkju, hnetukexi og ég veit bara ekki hvað og hvað. Það er bara fátt sem gleður mig meira þessa dagana. Gráðosturinn fær sparimeðferð og dekur hjá Búrverjum. Þar er nostrað við hann skrúbbaður vel og settur í Sandemans Portvínsbað í 3-4 vikur. Eftir þann tíma verður osturinn gullfallegur og vínrauður og öll sætan úr víninu fer djúpt inni ostinn... algjör dásemd með hægbakaðri fíkjukúlu frá Calabría 🙂

Fyrri færsla
Næsta færsla