Kóngssvepp ir með ristuðu heimabökuð u byggbrauði og parmesan
Steinvör á Kolfreyjustað bauð okkur í mat, í forrétt voru kóngssveppir – hún tók vel í að deila uppskrift og segja lítillega um kóngssveppi…
Ég byrjaði að tína sveppi fyrir þremur árum og finnst þetta svakalega gaman. Mest tíni ég af furu-, lerkisveppum og kúalubba sem eru mjög góðir og það er mikið af þessum sveppum í skógum landsins. Kóngssveppurinn er miklu sjaldgæfari og það var stór stund fyrir mig þegar ég fann fyrsta kóngssveppinn en það var í hittifyrra. Ég var ein úti í skógi, trúði varla mínum eigin augum og sagði upphátt: “Nei, hallóóóó kóngssveppur!” og svo endaði hann á pönnunni hjá mér:)
Mér finnst kóngssveppur mjög góður eldaður á einfaldan máta svo að sveppabragðið njóti sín vel, það er hnetukeimur af þeim sem er svo góður. Eftir affrystingu þá set ég hann fyrst án olíu á vel heita pönnu og steiki í smá stund. Svo ólífuolíu og smjör út á og steikt í nokkrar mínútur. Kóngssveppur þarf 10 mínúta steikingu segja gúrúrarnir. Svo salta ég með góðu salti og pipra. Þetta er gott sem forréttur á ristað gott brauð og með parmesan. Svo er líka mjög gott að setja hann út á pasta og í ýmsa aðra rétti rétt eins og alla sveppi.
— STEINVÖR — ÍSLENSKT — SVEPPIR — KOLFREYJUSTAÐUR —
.
Heimabakað byggbrauði og parmesan
4dl volgt vatn
klípa af lifandi geri, ca matskeið.
1 msk hunang
250 g íslenskt byggmjöl
350 g durum hveiti
2 tsk salt
Gerið leyst upp í vatinu og hunangið sett með. Allt hnoðað saman, ég læt hnoðarann á hrærivélinni hnoða, það er svo fljótlegt og fer ekki hveiti út um allt. Svo er plastpoki settur yfir og látið lyfta sér í 40 mín til 3 tíma, allt er gott þar á milli, lengur er líka fínt. Svo er deigið hnoðað stutt aftur, brauðið mótað, sett á plötu, látið lyfta sér í um hálftíma og bakað í ca hálftíma á 180C eða þar til brauðið er hart þegar bankað er í það.
Ég frysti sveppi á eftirfarandi máta: Eftir að ég hreinsa þá eru þeir skornir í sneiðar, settir á vel heita pönnu og steiktir án olíu eða nokkurs þar til vökvinn fer að leka úr þeim. Svo er þeim hellt á sigti og látið leka af þeim. Svo í plastpoka og í frysti. Mér finnst gott að fletja pokann út. Þeir eru líka mjög góðir þurrkaðir en mér finnst svo lítil fyrirhöfn að fyrsta þá og finnst þeir líka mjög góðir þannig.
— STEINVÖR — ÍSLENSKT — SVEPPIR — KOLFREYJUSTAÐUR —
— KÓNGSSVEPPIR MEÐ BYGGBRAUÐI —
.