Kóngssveppir með byggbrauði

Kóngssveppir með byggbrauði, steinvör, sveppir tína sveppi kolfreyjustaður Helga, Albert, Bergþór og Steinvör
Kóngssveppir með byggbrauði

Kóngssveppir með ristuðu heimabökuðu byggbrauði og parmesan

Steinvör á Kolfreyjustað bauð okkur í mat, í forrétt voru kóngssveppir – hún tók vel í að deila uppskrift og segja lítillega um kóngssveppi…

Ég byrjaði að tína sveppi fyrir þremur árum og finnst þetta svakalega gaman.  Mest tíni ég af furu-, lerkisveppum og kúalubba sem eru mjög góðir og það er mikið af þessum sveppum í skógum landsins. Kóngssveppurinn er miklu sjaldgæfari og það var stór stund fyrir mig þegar ég fann fyrsta kóngssveppinn en það var í hittifyrra. Ég var ein úti í skógi, trúði varla mínum eigin augum og sagði upphátt: “Nei, hallóóóó kóngssveppur!” og svo endaði hann á pönnunni hjá mér:)

Mér finnst kóngssveppur mjög góður eldaður á einfaldan máta svo að sveppabragðið njóti sín vel, það er hnetukeimur af þeim sem er svo góður. Eftir affrystingu þá set ég hann fyrst án olíu á vel heita pönnu og steiki í smá stund. Svo ólífuolíu og smjör út á og steikt í nokkrar mínútur. Kóngssveppur þarf 10 mínúta steikingu segja gúrúrarnir. Svo salta ég með góðu salti og pipra. Þetta er gott sem forréttur á ristað gott brauð og með parmesan. Svo er líka mjög gott að setja hann út á pasta og í ýmsa aðra rétti rétt eins og alla sveppi.

STEINVÖRÍSLENSKTSVEPPIR — KOLFREYJUSTAÐUR

.

Heimabakað byggbrauði og parmesan

4dl volgt vatn
klípa af lifandi geri, ca matskeið.
1 msk hunang
250 g íslenskt byggmjöl
350 g durum hveiti
2 tsk salt

Gerið leyst upp í vatinu og hunangið sett með. Allt hnoðað saman, ég læt hnoðarann á hrærivélinni hnoða, það er svo fljótlegt og fer ekki hveiti út um allt. Svo er plastpoki settur yfir og látið lyfta sér í 40 mín til 3 tíma, allt er gott þar á milli, lengur er líka fínt. Svo er deigið hnoðað stutt aftur, brauðið mótað, sett á plötu, látið lyfta sér í um hálftíma og bakað í ca hálftíma á 180C eða þar til brauðið er hart þegar bankað er í það.

Helga, Albert, Bergþór og Steinvör

Ég frysti sveppi á eftirfarandi máta: Eftir að ég hreinsa þá eru þeir skornir í sneiðar, settir á vel heita pönnu og steiktir án olíu eða nokkurs þar til vökvinn fer að leka úr þeim. Svo er þeim hellt á sigti og látið leka af þeim. Svo í plastpoka og í frysti. Mér finnst gott að fletja pokann út. Þeir eru líka mjög góðir þurrkaðir en mér finnst svo lítil fyrirhöfn að fyrsta þá og finnst þeir líka mjög góðir þannig.

STEINVÖRÍSLENSKTSVEPPIR — KOLFREYJUSTAÐUR

— KÓNGSSVEPPIR MEÐ BYGGBRAUÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grannvaxnir og samanreknir menn

D.C.Jarvis

Grannvöxnum mönnum er fremur hætt við sjúkdómum á vorin. Þess vegna ættu grannir menn að hafa sérstaka gát á mataræði sínu á vorin. Þeir ættu að gæta þess að sofa nóg og varast ofreynslu. 

Vegan Brownies

Vegan Brownies. Í listamannaíbúðinni á Skriðuklaustri hittum við Evu Halldóru, Þorvald og Hallveigu sem þar dvelja og sinna listinni af mikilli ástríðu. Í veðurblíðunni á Austurlandi í sumar eru þau búin að afreka fjölmargt og skoða sig um. Í þessum brownies eru hvorki egg né mjólkurvörur.

Bestu veganborgararnir á Íslandi

Bestu veganborgararnir á Íslandi. Á fasbókinni er mjög virkur og fræðandi hópur sem nefnist Vegan Ísland. Þar var nýlega varpað fram spurningunni hvar væri hægt að fá bestu vegan borgarana. Langflestir nefna að bestu veganborgararnir séu á Bike Cave í Skerjafirðinum. Á dögunum fór ég á þangað til að smakka borgarann sem fær flest stig. Veitingastaðurinn Bike Cave var opnaður fyrir tveimur árum í Skerjafirðinum og nýlega var opnaður staður í Hafnarborg í Hafnarfirði. Gaman frá því að segja að Lúxusborgarinn á Bike Cave er mjög góður og vel má mæla með honum. Svo skemmir nú ekki fyrir að umhverfið er harla óvenjulegt. Piltarnir sem afgreiddu mig voru með allt á hreinu og framreiddu góðan borgara.

Súkkulaðiterta í potti – sérlega góð og einföld

Súkkulaðiterta í potti. Neyðin kennir naktri konu að spinna eins og þar stendur. Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir bjuggu í tvö ár í Tyrklandi, um tíma þar voru þau hvorki með hrærivél né handþeytara. Helena dó ekki ráðalaus frekar en fyrridaginn þegar fjölskyldunni langaði í tertu, hún fór á netið og fann tertu sem hvorki þurfti að hræra né þeyta. Aðeins bræða í potti, blanda saman og baka. Einföld snilld

Versalakökur – verðlaunasmákökur

Versalakökur - 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna - apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman

Fyrri færsla
Næsta færsla