Haframjölskökur – hamingjuaukandi smákökur

Haframjölskökur - hamingjuaukandi smákökur haframjöl smákökur jólabakstur jólasmákökur jólauppskrift klassískar haframjölskökur rúsínukökur góðar einfaldar fljótlegar
Haframjölskökur – hamingjuaukandi smákökur

Haframjölskökur

Á topp þremur yfir mínar uppáhalds smákökur þegar ég var barn voru Haframjölskökur (hinar voru Kornflexkökur og Eggjahvítukökur)  og þær eru ennþá mjög góðar. Eins og svo oft áður hringdi ég í mömmu og fékk hennar uppskrift sem er hér að neðan með heldur minni sykri en hún notaði. Það er upplagt að útbúa deigið, rúlla því upp í filmu og geyma í ísskápnum. Þá er hægt að grípa til þess þegar gesti ber að garði með skömmu fyrirvara. Tekur aðeins tíu mínútur að baka þær.

🎄

SMÁKÖKURJÓLINHAFRAMJÖLVINSÆLUSTU SMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNAR

🎄

Haframjölskökur

2 b haframjöl
2 1/2 b hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 b sykur
1 b rúsínur
1 b smjörlíki, mjúkt (um 225 g)
2 egg.
Hnoðið öllu saman og búið til lengjur og geymið í ísskáp yfir nótt. Skerið í sneiðar, raðið á plötu og bakið við 180°C í um 10.

SMÁKÖKURJÓLINHAFRAMJÖL

🎄

 

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gerlaust brauð með fjallagrösum

Gerlaust brauð með fjallagrösum. Fjallagrös eru holl og góð, þau verða ekki römm í brauðinu eins og þau verða í fjallagrasasúpu. Nú ef þið eigið ekki fjallagrös sleppið þeim þá bara og bakið brauðið án þeirra.

Grænmetissúpa Magneu Tómasdóttur

 

Grænmetissúpa Magneu. Á meðan ég skrifaði í Gestgjafann varð til þáttur í blaðinu sem kallaðist: Óperusöngvari eldar! (eins og það sé einhver stórfrétt að þeir eldi). Magnea Tómasdóttir eldaði grænmetisrétti í eitt af haustblöðunum. Í greininni kemur fram að hún hafi slegið í gegn í óperunni Hollendingnum fljúgandi og staðið sig með prýði í alþjóðlegri keppni Wagner-söngvara í Þýskalandi. Meðal þess sem Magnea eldaði fyrir blaðið var þessi dásamlega súpa.

 

Sítróna og matarsódi: 10 000 sinnum öflugari áhrif en lyfjameðferð gegn krabbameini?

Sítrónur og matarsódi gegn krabbameini. Greinin birtist á spegill.is

Hefur sítróna og matarsódi blandað saman, 10 000 sinnum öflugari áhrif en lyfjameðferð gegn krabbameini? 

Ef það er staðreynd, hvers vegna er þá þeirri staðreynd haldið leyndri?

Ísostaterta

Ísostaterta

Ísostaterta. Mont Blanc gönguhópurinn minn hittist á dögunum og borðaði saman. Bráðsniðug matarboðin þar sem allir koma með rétti – allir bjóða öllum í mat. Heiðurshjónin Guðlaug og Þorleifur sáu um eftirréttinn.

Skálað eftir skemmtilegan vetur með Betu næringarfræðingi

Frá því í haust hef ég hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing reglulega. Hún hefur skoðað mataræði mitt og saman gerðum við ýmsar matartengdar tilraunir með góðum árangri. Matardagbókin var byrjunin, síðan birtist hér samantekt. Það leið ekki á löngu þangað til við vorum fengin til að halda fyrirlestra og segja frá. Eftir marga fyrirlestra um allt land þá var sá síðasti í vetur í Reykjavík í kvöld. Njótum sumarsins, grillum, borðum meira grænmeti og njótum lífsins. Takk fyrir okkur og við sjáumst hress í fyrirlestrum næsta vetur.