Auglýsing

Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði? hlaðborð jólahlaðborð kurteisi borðsiðir mannasiðir etiquette

Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði?

Nú fer að bresta á með jóla­hlaðborðum og marg­ur veit­ingamaður­inn far­inn að signa sig við til­hugs­un­ina. Hinn stórfíni matarvefur Morgunblaðsins birti pistil um hvernig á ekki að haga sér á jólahlaðborðunum sem eru að mörgu leiti mjög áhuga­vert fyr­ir­bæri en þar mætir fólk og gæðir sér á því allra besta sem jól­in hafa upp á að bjóða. Flest­ir haga sér vel og oft­ast geng­ur kvöldið vel fyr­ir sig en samt eru ákveðnar týp­ur sem mæta alltaf í veisl­una og þær eru:

— JÓLIN — JÓLAHLAÐBORР— KURTEISI/BORÐSIÐIR

.

Borða fyr­ir pen­ing­inn

Al­veg sama hvað þér finnst þú vera að borga mikið fyr­ir kvöld­verðinn þá varstu bara að kaupa hann – veit­ingastaðurnn fylgdi ekki með. Ákveðin mann­gerð á það til að mæta og af því þeim finnst þeir borga svo mikið er „ég á þetta – ég má þetta” hegðunin alls­ráðandi.

Losa beltið

Eitt það ósmekk­leg­asta sem hægt er að sjá á jóla­hlaðborði er týp­an sem los­ar áber­andi um beltið og lýs­ir því dig­ur­barka­lega yfir að nú verði „étið fyr­ir pen­ing­inn.”

Hvar eru grænu baun­irn­ar?

Týp­an sem mæt­ir og af því að allt var ekki eins og hjá mömmu henn­ar í gamla daga fer hún í fýlu og húðskamm­ar blásak­lausa þjóna fyr­ir hvað þetta sé mik­il „hneisa” og „lé­legt”.

Klára ekki af disk­un­um

Það er óheyri­lega sorg­legt að fara inn í eld­hús með fulla diska af mat sem er hent. Bara af því að þetta er hlaðborð þýðir ekki að gest­ur­inn hafi sjálf­skipaðan rétt til þess að fara illa með mat­inn. Þetta er virki­lega al­geng sjón og oft er verið að fara inn í eld­hús með sneisa­fulla diska af reykt­um laxi og alls kon­ar fok­dýru hrá­efni sem end­ar í rusl­inu. Hér leik­ur Borða fyr­ir pen­ing­inn týp­an á alls oddi.

Drekka of mikið

Það er fátt sorg­legra en að vera fulla týp­an í jóla­hlaðborði. Þjón­ar eru meðvitaðir um þetta og kunna nokk­ur vel val­in trix eins og að rek­ast reglu­lega í drukknu ein­stak­ling­ana til að forða þeim frá því að logn­ast út af. Þessi týpa er yf­ir­leitt á böm­mer dag­inn eft­ir og náði að setja leiðin­leg­an blett á ann­ars gott kvöld.

Einn, tveir og byrja

Óþol­in­móða týp­an mæt­ir og vill borða. Það er eins og hug­mynda­fræðin á bak við hlaðborð sé ekki að skila sér og að bætt sé við þann mat sem klár­ast. Oft er mik­ill æs­ing­ur í fólki og lang­ar raðir mynd­ast.

— JÓLIN — JÓLAHLAÐBORР— KURTEISI/BORÐSIÐIR

.

Auglýsing