Snöggsteikt rjúpubringa með rjómakoníakssósu

kjúklingalifur breiðdalur hrútaberjahlaup bláberjasulta rjúpuhjarta forréttur fóarn jólamaturinn jólarjúpa jólasteik jólaforréttur anna þorbjörg LIFRARBUFf fóarn hjarta bringa Snöggsteikt rjúpubringur rjúpa rjúpur rjúpusósa villibráð JÓLASTEIKIN jólamaturinn jólarjúpa
Snöggsteiktar rjúpubringur í rjómasósu, inn á milli bitanna er hrútaberjahlaup.

Snöggsteiktar rjúpubringur

Æ oftar heyrist að ekki þurfi að láta rjúpur hanga vikum saman fram að matreiðslu eins og algengt var áður fyrr. Þessi rjúpa hékk í tíu daga og bragðaðist alveg ljómandi vel, var bæði mjúk og bragðgóð. Það er um að gera að steikja líka hjartað og fóarnið en matsatriði hvort lifrin eigin að notast með. Hún er bragðsterk – kannski ráð að frysta hana og nota í næsta lifrarbuff (t.d. blanda saman við kjúklingalifur).

RJÚPURVILLIBRÁÐÍSLENSKTLIFRARBUFFHRÚTABERBREIÐDALURJÓLIN

.

Rjúpur í Breiðdal. Mynd Anna Þorbjörg
Snöggsteiktar rjúpubringur. Brá mér austur í Breiðdal með nokkrum veiðimönnum og sá um eldamennskuna fyrir þá.

Snöggsteiktar rjúpubringur

1 rjúpa
1 msk ólífuolía
1 msk smjör
1-2 dl vatn
1 msk villibráðakrydd – t.d. frá Prima
1 msk hrútaberjahlaup
10-20 einiber
salt og pipar
1 dl koníak
2 dl rjómi
1 dl rjómaostur.

Hamflettið rjúpuna, skerið bringurnar frá og takið til hliðar.

Steikið beinin, hjartað og fóarnið á heitri pönnu í olíu og smjöri. Hellið koníakí út á og kveikið í. Bætið grænmeti, t.d gulrótum, selleríi og blaðlauk. Loks vatni svo fljóti yfir og sjóðið í um klst. Sigtið. Bætið kryddi saman við soðið, hrútaberjahlaupi(eða bláberjasultu), rjóma og rjómaosti. Gott er að ljúka sósunni áður en byrjað er á bringunum.

Steikið bringurnar í olíu og smjöri á heitri pönnu, saltið og piprið. Snúið nokkrum sinnum en gætið að steikja ekki of mikið.

Sósunni hellti ég í bökuform, skar bringurnar í bita og stakk tannstöngli í hvern og setti í sósuna og hrútaberjahlaup á milli.

Sama uppskrift en í staðinn fyrir hrútabejasultu e bláberjasulta

.

RJÚPURVILLIBRÁÐÍSLENSKTLIFRARBUFFHRÚTABERBREIÐDALUR

SNÖGGSTEIKTAR RJÚPUBRINGUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum. Satt best að segja hrökk ég við þegar ég sá ólífur í upphaflegu uppskriftinni - 15-20 ólífur. Virkaði svolítið spes, ég var samt ákveðinn í að hafa þær en hætti við á síðustu stundu.

Það þarf ekkert að láta ávaxtatertur eins og þessa bíða lon og don fyrir jólin, vika til tíu dagar í ísskáp er fínn tími. Best er samt að bera hana ekki ískalda fram. Mjög góð kaka

Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati

Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati. Eggaldin eru í miklu uppáhaldi hér um þessar mundir. Veit bara ekki hvernig þetta gæða-grænmeti gat farið framhjá mér svo árum skiptir. Svo er eggaldinið hollt ekki síður en kínóa. Fjólublái liturinn á myndinni kemur af grófu bláberjasalti . Einfaldur, góður og hollur réttur sem tekur ekki svo langan tíma að útbúa. Þetta getur bæði verið aðalréttur eða meðlæti.

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum

Súkkulaðihúðaðar smákökur

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum - Hugrún Britta Kjartansdóttir lenti í 3.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Hún er vel að þriðja sætinu komin og það fyrsta sem kom upp í minn huga þegar ég smakkaði þær var í fyrsta lagi: Mig langar í kaffi með þeim og í öðru lagi: Mig langar í fleiri.... :) Hjá öðrum dómnefndarmönnum mátti heyra: „Sparikaka og maður nýtur hvers bita fyrir sig" - Jólaömmukaka með gamaldags ívafi" og „Það eru notalegheit sem fylgir henni"

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Sómakonur í heimsókn. Í miklum önnum er skipulagið mikilvægt ef ekki mikilvægast. Það er frábær kostur fyrir störfum hlaðið fólk, sem vill halda veislu með sem minnstri fyrirhöfn, að fá senda heim veislubakka. Þetta reyndum við á dögunum þegar Árdís systir mín og hennar vinkonur komu hingað með stuttum fyrirvara.