Matarboð hjá Gunnari og Helenu – humarsúpa, nautasteik, Bernaise og súkkulaðiterta úr potti

Helena dagmar steinarsdóttir Bernaise essence Súkkulaðiterta í potti Matarboð hjá Gunnari og Helenu Gunnar Bjarnason Helena Steinarsdóttir – humarsúpa, nautasteik, Bernaise og súkkulaðiterta úr potti

Matarboð hjá Gunnari og Helenu

Heiðurshjónin Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir héldu matarboð og buðu nokkrum vinum sínum. Gunnar var í sveit heima í fjölmörg ár og stóð sig með stakri prýði enda hvers manns hugljúfi, vandvirkur og hörkuduglegur. Hann sér að mestu um matseldina á heimilinu en Helena bakar. Þau hjónin hafa áður komið við sögu hér, það var þegar þau bjuggu í Tyrklandi

#2017Gestabloggari 25/52 — GUNNAR BJARNASONHUMAR – BERNAISESÚKKULAÐITERTURTYRKLAND

.

Humarsúpa

Humarsúpa

500 g humar í skel

fiskikraftur (ca 4 teningar)

3 gulrætur

2 hvítlauksrif

hvítur pipar

2 sellerístilkar

steinseljustönglar

½ sítróna

10 svört piparkorn

2 msk tómatpuré

1 kjúklingakraftur

2,5 ltr vatn

1 laukur

1 paprika

Þeyttur rjómi

Skelflettið humarinn og setjið humarinn (kjötið) til hliðar.
Kryddið humarskeljarnar með smá paprikukryddi og bakið í ofni við 200°C í ca 20 mín,
Skerið grænmetið gróft niður og steikið í pottinum.
Bætið vatni og skeljunum útí. Kreistið sítrónusafann saman við og sjóðið sítrónuna með.

Látið malla í minnst 3 tíma en ég byrja yfirleitt á því daginn áður, sýð í tvo tíma og læt það standa í pottinum yfir nótt og held svo áfram að sjóða í 2-3 tíma í viðbót.

Sigtið frá og geymið.

Þykkið með smjörbollu, smakkið til með salti, pipar, rjóma og fiskikrafti.

1-2 humarhalar settir í skál, súpunni bætt útí og allt látið bíða í nokkrar mín.
Þeyttur rjómi og steinselja sett til skrauts.

 

Nautalund Sous-vide

Nautalund Sous-vide

1 nautlaund skorin í skammtastærðir
Vacuumpakkið með rósmarínstöngli, smjörklípu og pipar.
Sous-vide-ið lundina í 2,5 klst við 53°. Að því loknu var hún tekin úr pakkningunni, þerruð og lokað á grilli við háan hita og salti bætt við.

Gulrætur í ofni

Ca. 2 gulrætur á mann. Skornar til hálfs eftir endilöngu.

1 msk balsamikedik

1 msk soya sósa

1 msk hlynsíróp

Blandað saman og penslað á gulræturnar.

Bakið í ofni við 175°C í ca 40-50 mínútur eða þangað þær eru tilbúnar.

Victoría, dóttir Gunnars og Helenu, sá um salatið með nautasteikinni, það samanstóð af lambhagasalati, tómötum, vínberjum og jarðarberjum. Öllu blandað saman í salatskál.

 

Bernaise sósa
Bernaise sósa

Bernaise sósa

12 eggjarauður

500 gr smjör.

Essence (sjá hér að neðan)

1 msk estragon

salt og pipar.

Bernaise essence

150 ml rauðvínsedik

150 ml hvítvínsedik

2 greinar estragon

10 piparkorn

1 skallot laukur

1 rauður chillipipar.

Bernaise essence: Skerið laukinn smátt og chilli eftir endilöngu. Blandið öllu saman í lítinn pott og látið sjóða niður þar til ca. 2-3 msk eru eftir af vökva í pottinum. Þetta er líklegast óvinsælasta aðgerðin á heimilinu þar sem lyktin sem stígur upp fer ekki framhjá neinum.

Bernaise sósa: Bræðið smjörið við lágan hita. Stífþeytið eggjarauðurnar með handþeytara.
Áður en smjörið fer útí þá blanda ég essenceinum hrært varlega útí eggjarauðurnar. Þegar smjörið er brætt þá verður að passa að það sé ekki of heitt, og því blandað varlega saman við eggjarauðurnar og hrært með písk á meðan. Ég nota ekki „hvitu kornin“ sem verða eftir neðst.
Estragon skorið smátt og bætt útí, smakkað til með salti og pipar. Ég ber hana fram kalda eða svo gott sem kalda.

Súkkulaðiterta í potti
Súkkulaðiterta í potti

Gunnar og Helena bjuggu í tvö ár í Tyrklandi, um tíma þar voru þau hvorki með hrærivél né handþeytara. Helena dó ekki ráðalaus þegar fjölskyldunni langaði í tertu, hún fór á netið og fann tertu sem hvorki þurfti að hræra né þeyta. Aðeins bræða í potti, blanda saman og baka. Einföld snilld

Súkkulaðiterta í potti
Súkkulaðiterta í potti

Súkkulaðiterta í potti

130 gr mjólkursúkkulaði

130 gr dökkt súkkulaði

180 gr smjör

2 tsk neskaffi, þetta fer svolítið eftir stemmningunni hverju sinni. Stundum meira kaffi, stundum minna. Stundum ekki neitt.

2 dl sykur

4 egg

2 tsk vanillusykur

1/2 tsk lyftiduft

1/2 dl. hveiti.

Brjótið súkkulaðið niður og bræðið við vægan hita ásamt smjörinu og hrærið í á meðan með písk. Takið pottinn af hellunni og látið kólna í smá stund. Á meðan er neskaffið mulið í morteli mjög smátt og bætt útí pottinn ásamt sykrinum og eggjunum. Hrærið vel saman með písk þar til blandan er orðin slétt.
Blandið saman við hveiti, vanillusykri og lyftidufti. Pískið saman þangað til að blandan er orðin slétt.

Hitið ofninn  í 175°C. 24 cm bökunarform er smurt að innan með smjöri og bökunarpappír er settur í botninn.
Hellið deiginu ofan í bökunarformið og bakið í ca. 45-50 mínútur eða þangað til að það hættir að heyrst “bubbluhljóð” þegar maður leggur kökuna uppað eyranu, án þess að brenna sig þó en muna að fylgjast með vel kökunni þar sem hún má vera blaut í miðjunni.

Kremið

70 gr dökkt súkkulaði

70 gr mjólkursúkkulaði

1 msk smjör

1 msk mjólk.

Setjið allt í pott og bræið saman við lágan hita – þar til það er búið að ná réttri þykkt á kremið, stundum meiri mjólk eða minni, allt fer eftir hvað maður vill hafa kremið þykkt. það má setja á kökuna þótt hún sé ennþá heit.
Ef svo ólíklega vill til að það sé eitthvað eftir af kökunni þá er hún alveg virkilega góð “daginn eftir” kaka.

Gestir í boðinu voru auk okkar Bergþórs, Herdís Steinarsdóttir Jakob Líndal Jóhannesson og Guðrún Greta Baldvinsdóttir.

Hvítvín: Marques Casa Concha Chardonnay. Rauðvín: Wyndham Estate Bin 555 Shiraz. Portvín: Sandeman Old Invalid.
Gunnar Bjarnason Albert
Gunnar steikir kjötið

Gunnar setur sósuna á diskana

#2017Gestabloggari 25/52 — GUNNAR BJARNASONHUMAR – BERNAISESÚKKULAÐITERTURTYRKLAND

— MATARBOÐ HJÁ GUNNARI OG HELENU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.