Soðið rauðkál
Það er auðvelt að tengja ilm við tímabil í lífi okkar, t.d. frá barnæsku minni man ég vel ilminn þegar verið var að sjóða niður rauðrófur og rauðkál til jólanna – dásamlegt. Síðan bættist við lyktin af hangikjötinu á Þorláksmessu sem blandaðist Ajax lyktinni á meðan Gerður G, Ragnheiður Ásta, Jóhannes, Pétur, Jón Múli og fleiri lásu hugheilar jólakveðjur (að sjálfsögðu var útvarpið í botni).
— HUGHEILAR — RAUÐKÁL — GRÆNMETI — HÁTÍÐLEGT MEÐLÆTI — RAUÐRÓFUR — JÓLIN JÓLIN — ÍSLENSKT — ÞORLÁKSMESSA —
🎄
Soðið rauðkál
1 höfuð rauðkál, saxað
1 msk anís
1 stöng kanill (eða 1 msk kanill)
1 grænt epli, saxað
1 dl edik (eða rúmlega það)
1/2 b rauðvín
1/2 b krækiberja- eða sólberjasaft
1 dl vatn
1/2 tsk salt
1 msk hunang.
Setjið allt í pott og sjóðið í um klst. Setjið í hreinar glerkrukkur og lokið á meðan rauðkálið er enn heitt. Ef ykkur finnst anis annað hvort ekkert góður eða viljið sleppa honum þá er það bara í besta lagi 🙂
🎄
— RAUÐKÁL — GRÆNMETI — HÁTÍÐLEGT MEÐLÆTI — RAUÐRÓFUR — JÓLIN JÓLIN — ÍSLENSKT — ÞORLÁKSMESSA —
🎄
ATH. Það finnst ekki öllum anísbragðið gott og því má alveg sleppa. Sama á við um rauðvínið, því má sleppa og nota þá vatn í staðinn.