Hnetusteik

Hnetusteik

Hnetusteik. Það urðu tímamót í lífi okkar þegar við ákváðum að borða ekki lengur reykt og saltað svín á jólunum. Einhvern veginn hélt að ég að það væri hlutu af jólunum að leggjast orkulaus upp í sófa eftir matinn á aðfangadagskvöldi og sofna þar smá stund, en svo er nú aldeilis ekki. Líkaminn þarf mikla orku til að taka á móti svínaríinu með tilheyrandi meðlæti, þess vegna lognumst við út af…

Á mögum heilsuveitingahúsum og í betri búðum má fá dýrindis hnetusteikur en það er líka gaman að útbúa sína eigin. Þessi hnetusteik verður á okkar borði á jólunum. Það er ekkert leiðinlegt að gera sínar útgáfur af hnetusteik, á síðustu stundu ákvað ég að strá yfir timían, möndluflögum, graskers- og sesamfræjum.

Hnetusteik

1 laukur

chili

3-4 msk góð olía

10-15 sveppir

100 g rifnar sætar kartöflur

350-400g malaðar hnetur (sirka 50/50 hesli og möndlur)

heilhveiti- eða súrdeigsbrauð ca 100-150 g eða meira (til að binda saman)

300 ml grænmetissoð ca

1 msk oregano

pipar nýmalaður

Steikið lauk og smá chilli í olíu og takið frá. Sneiðið sveppina og steikið í olíu og takið frá. Setjið möndlur og heslihnetur í skál, bætið út í lauknum og sveppunum, hrærið saman ásamt rifnum kartöflum. Þá er komið með allt nema soðið og brauðið. Því er bætt út í smám saman til skiptis (rífið brauðið smátt útí) Kannski þarft ekki allt brauðið eða soðið en steikin á að vera svona svolítið eins og nokkuð þétt brauðdeig (ekki hægt að hella).

Smakkið deigið til með pipar og þurrkuðu oregano (eða einhverju grænu), fer eftir kraftinum notaður er hvort þarf meira salt.

Klæðið bökunarform með bökunarpappír, leggið 2-3 basillauf á botninn, hellið soppunni yfir bakið í um 160° heitum ofni í klst.

Sósa:

gulrætur

sellerí

laukur

hvítlaukur

olía

(villi)sveppir

¼ – ½ b kókosmjólk

sérrýtár

1 tsk estragon

1 tsk timjan

grænmetiskraftur

 

Steikið saman slatta af grænmeti (gulrætur, sellerí, lauk, hvítlauk) og steikið villisveppi með, maukið þetta síðan í blender eða með töfrasprota og bætið út í kókosmjólk og smá sérrítári.  Bætið estragon, timjan og grænmetiskrafti út í þetta þar til orðið fullkomið.  Þykktin á sósunni er tilkomin af steikta grænmetinu, þannig að ef þið viljið hafa hana temmilega þykka þá bara ákvarðast það af magni kókosmjólkurinnar og því.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.