Rauðrófu- og appelsínu chutney

Rauðrófu- og appelsínu chutney rauðrófur appelsínur

Rauðrófu- og appelsínu chutney. Það er alltaf gaman að prófa sig áfram í chutneyinu. Ómeðvitað, já eða meðvitað tengjum við rauðrófur við jólin.

Rauðrófu- og appelsínu chutney

1 1/2 kg rauðrófur

3 laukar

3 epli

börkur og safi úr þremur appelsínum

1 msk kóriander

2 msk sinnep

1 msk kanill

1 msk negull

700 ml rauðvínsedik

700 g sykur

Takið utan af rauðrófunum, skerið þær í litla bita. Flysjið epli og lauk og skerið smátt. Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið á lágum hita í um klst. hrærið í við og við.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fiskisúpa – bragðmikil og ljúf

Fiskisúpa - bragðmikil og ljúf. Matarmiklar súpur eru dásamlega góðar. Í súpuna má nota hvaða eftirlætis fisktegundir sem. Súpuna bjó ég til með nokkrum fyrirvara, lét hana standa í á þriðja klukkutíma, hitaði svo upp og setti fiskinn saman við.

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015 - TOPP TÍU. Gleðilega hátið kæru vinir! Hefð er fyrir því um áramót að horfa um öxl. Mikið er ég þaklátur fyrir mikla umferð um síðuna sem hefur verið alveg frá upphafi, daglega skoða nokkur þúsund manns síðuna. Helsta breytingin í ár er að fyrir aðventuna kom hnappur með jólauppskriftunum og í upphafi næsta árs kemur hnappur sem heitir borðsiðir. Meira um það síðar.

Hampmjólk

Hampmjólk. Sú var tíð að flestir á þessu landi trúðu því að við kæmumst ekki af án kúamjólkur. Gamla tuggan um að við yrðum að drekka mjólk til að fá kalk á ekki við lengur því nú vitum við að til eru mjög margir kalkgjafar sem eru betri en kúamjólk.