Auglýsing

Rauðrófu- og appelsínu chutney rauðrófur appelsínur

Rauðrófu- og appelsínu chutney. Það er alltaf gaman að prófa sig áfram í chutneyinu. Ómeðvitað, já eða meðvitað tengjum við rauðrófur við jólin.

Rauðrófu- og appelsínu chutney

1 1/2 kg rauðrófur

3 laukar

3 epli

börkur og safi úr þremur appelsínum

1 msk kóriander

2 msk sinnep

1 msk kanill

1 msk negull

700 ml rauðvínsedik

700 g sykur

Takið utan af rauðrófunum, skerið þær í litla bita. Flysjið epli og lauk og skerið smátt. Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið á lágum hita í um klst. hrærið í við og við.

Auglýsing