Rauðrófu- og appelsínu chutney

Rauðrófu- og appelsínu chutney rauðrófur appelsínur

Rauðrófu- og appelsínu chutney. Það er alltaf gaman að prófa sig áfram í chutneyinu. Ómeðvitað, já eða meðvitað tengjum við rauðrófur við jólin.

Rauðrófu- og appelsínu chutney

1 1/2 kg rauðrófur

3 laukar

3 epli

börkur og safi úr þremur appelsínum

1 msk kóriander

2 msk sinnep

1 msk kanill

1 msk negull

700 ml rauðvínsedik

700 g sykur

Takið utan af rauðrófunum, skerið þær í litla bita. Flysjið epli og lauk og skerið smátt. Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið á lágum hita í um klst. hrærið í við og við.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði.  Þessi kaka er full af ávöxtum og hollustu. Næst þegar ég baka hana geri ég ráð fyrir að kakan verði bökuð í tveimur jólakökuformum - held það komi betur út. Ef fólk vill má alveg minnka það sem er ofan á.

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri. Ólöf frænka mín Jónsdóttir bauð í síðdegiskaffi og naut aðstoð við undirbúninginn frá Ásgeiri eiginmanni sínum. Það var sannkallað hlaðborð hjá þeim hjónum með döðlutertu, grænmetisböku, silungasalati og ýmsu fleira góðgæti. Varla þarf að taka fram að við gestirnir tókum hraustlega til matar okkar. Olla er heimilisfærðikennari í Keflavík og er nýbúin að gefa út stórfínar matreiðslubækur ætlaðar yngstu stigum grunnskóla.