Kartöflumús úr sætum kartöflum

Sætkartöflumús sætar kartöflur Dóra Emils Kartöflumús með sætum kartöflum mötuneyti listaháskólans
Kartöflumús með sætum kartöflum

Kartöflumús með sætum kartöflum

Kartöflumús með sætum kartöflum ( sætkartöflumús ) er góð tilbreyting í meðlætinu. Best finnst mér að flysja kartöflurnar, skera þær í grófa bita, sjóða. Bæta síðan við smjörklípu og krydda með cumini og múskati.

Listakokkurinn Dóra Emils í Listaháskólanum á stóran þátt í að ég fékk áhuga á heilsusamlegu mataræði. Um daginn hitti ég Dóru og hún bunaði út úr sér góðum ráðum varðandi matreiðslu á hinum og þessum réttum. M.a. sagði hún mér að gott væri að setja eplamús út í Waldorfssalatið. Hins vegar skolaðist þetta aðeins til í kolli mínum og ég setti eplamúsina út í kartöflumúsina með sætu kartöflunum…. En hún bragðast mjög vel með eplamús.

KARTÖFLUMÚSEPLAMÚS

.

Kartöflumús með sætum kartöflum

1 kg sætar kartöflur

50 g smjör

1 tsk cumin

1 tsk múskat

1/2 b eplamús

salt og pipar

Flysjið kartöflurnar, skerið í bita og sjóðið. Hellið soðinu af, bætið við smjöri, eplamús og kryddi. Maukið

KARTÖFLUMÚSEPLAMÚS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frönsk möndlukaka – ekta frönsk ömmu-möndlukaka, mjög klassísk

Fronsk mondlukaka

Frönsk möndlukaka Heba Eir kom með tertu í vinnuna sem hún bakaði eftir uppskrift franskrar ömmu sinnar - franskar ömmur kunna þetta. Ætli megi ekki segja að þetta sé ekta frönsk ömmu-möndlukaka - mjög klassísk "gateau de mamie" eins og sítrónu/jógúrtkaka og sandkökur. Hún er oft borðuð á jólum, þessi möndlukaka en hæfir þó við öll tilefni. Kakan er virkilega einföld og gómsæt fyrir utan hvað þetta er glæsileg kaka! Við emjuðum svo góð var möndlukakan franska :)